Hermann: Getur vel verið að Sító fari 17. júlí 2016 21:50 Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Jose Seoane Vergara, eða Sító eins og hann er oftast kallaður, sat allan tímann á bekknum hjá Fylkismönnum í tapleiknum gegn KR í kvöld. Vísir spurði Hermann Hreiðarsson, þjálfara Fylkis, að því hvort Sító væri á leið frá félaginu. "Það getur vel verið, eins og hjá öllum öðrum verða sjálfsagt einhverjar hreyfingar. Það kemur bara í ljós, það er er ekkert á borði í því. Við erum svo eins og aðrir að líta aðeins í kringum okkur og ef við finnum einhvern sem okkur vantar og styrkir okkur þá skoðum við það," sagði Hermann í samtali við Vísi að leik loknum. Hermann sá fullt af jákvæðum hlutum í leik sinna manna þrátt fyrir 4-1 tap á heimavelli. "Við erum hundfúlir með stórt tap en það er hellingur jákvætt, ég get lofað þér því. Það var brjáluð vinnsla í liðinu, barátta og vilji. En þú þarft að verjast alls staðar, það er ekki nóg að verjast bara á miðjunni og taka annan bolta. KR er hörkulið og ef menn eru fríir inni í vítateig þá refsa þeir," bætti Hermann við. Fylkismenn lentu 2-0 undir strax eftir 10 mínútur en Hermann vildi þó meina að flestir í hans liði hefðu verið mættir til leiks í upphafi. "Flestir mættu til leiks. Það eru tveir einstaklingar sem verða að taka svolitla ábyrgð á þessu og voru bara ekki alveg vaknaðir," sagði Hermann en vildi þó ekki gefa upp hvaða leikmenn hann átti við og sagðist ætla ræða það inni í klefa. Fylkismenn voru í miklum vandræðum með pressu KR-inga í leiknum og gekk bölvanlega að halda boltanum innan liðsins. "Við pressuðum þá líka grimmt. Við fáum dauðafæri í stöðunni 2-1 og mörk breyta leikjum. En auðvitað er þetta alltaf smá brekka að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur. Andstæðingarnir fá byr undir báða vængi og sjálfstraust. En við sýndum flottan karakter hér í dag. Við héldum áfram og vorum enn að ógna hér á lokamínútunum og prófa markmanninn. Ég tek helling jákvætt úr leiknum og fullt af flottum punktum úr þessu. En við töpuðum 4-1 og þeir refsuðu vel í dag," sagði Hermann að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira