Í upphafi árs gaf rapparinn út lagið Famous sem er að finna á nýjustu plötu hans The Life of Pablo.
Í laginu segist West telja líkur á að hann og Swift eigi eftir að stunda kynlíf því hann gerði hana fræga: „I feel like me and Taylor might still have sex. /Why? I made that bitch famous.“
Eftir að lagið kom fram kom í ljós að Swift og aðrir fjölskyldumeðlimir hennar voru alls ekki sáttir við textabrotið og lýsti hún því yfir opinberlega að henni hafi þótt þetta of langt gengið. West sagði aftur á móti að Swift hafi sjálf fengið að heyra lagið áður en það kom út og ekki fundið neitt að því.
Nú hefur Kim Kardashian, eiginkona West, setti inn myndbönd af símtali West við Swift inn á Snapchat og sýna þau að Swift hafi bæði heyrt lagi og samþykkt umræddan texta.
Hér að neðan má sjá myndböndin.