„Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 15:00 Ragnheiður Sara þykir til alls líkleg á heimsleikunum sem hefjast á morgun. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög