Símkerfið brann yfir hjá Errea-umboðinu: Reikna með nýrri sendingu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2016 12:33 Von er á nýrri sendingu af íslenskum landsliðstreyjum til landsins í kvöld. Vísir Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Reiknað er með að ný sending af íslenskum landsliðstreyjum komi landsins í kvöld. Gríðarleg eftirspurn er eftir treyjunum og hafa þær verið uppseldar um hríð. Brjálað hefur verið að gera hjá Errea-umboðinu frá því að Evrópumótið í Frakklandi hófst. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út. Við getum ekki staðfest það fyrr en 18 í kvöld en þá fáum við sendinguna í hendur,“ segir Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóra Sport Company ehf, sem er með Errea-umboðið á Ísland. Þegar búið er að taka á móti sendingunni verða treyjurnar sendar til verslanna sem selja treyjuna en nokkrar verslanir hyggja á að hafa opið í kvöld til þess að geta selt treyjurnar í tæka tíð fyrir marga áður en haldið verður út til Frakklands en fjölmargir fara út á morgun til þess sjá leik Íslendinga og Frakka í 8-liða úrslitum mótsins.Sendingin átti að koma í gær en engar treyjur bárust og sendi Sports Company frá sér tilkynningu þar sem Íslendingar voru beðnir um að halda ró sinni.Geir Þorsteinsson og Þorvaldur Ólafsson þegar nýja treyjan var kynnt til leiks.„Það var ömurlegt að vera í Keflavík í gær þegar ég átti að sækja kassana og það voru engir kassar í gáminum,“ segir Þorvaldur. Síminn hefur bókstaflega ekki hætt að hringja hjá honum frá því að mótið hófst. „Skilaboðin á Facebook skipta hundruðum. Öll þessi símtöl á meðan EM var í gangi hafa gert það að verkum að símkerfið okkar brann yfir og nú er verið að setja upp nýja símstöð,“ segir Þorvaldur. Ljóst er að fáir gerðir sér í hugarlund hversu vinsæl treyjan myndi verða en hún er orðin eftirsótt um allan heim, og þá hvergi jafn vinsæl og í Skotlandi, líkt og Vísir greindi frá í gær. „Þessi treyja er ekki bara heit á Íslandi, hún er heit út um allan heim,“ segir Þorvaldur sem hefur mætt í fjölda viðtala við erlenda fjölmiðla vegna landsliðstreyjunnar. Þorvaldur fer sjálfur út á leikinn á morgun, hann ætlaði í dag, en frestaði för sinni svo hann gæti tekið á móti sendingunni sjálfur.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Íþróttaverslanir um heim allan vilja selja íslenska búninginn Hátt í þrjátíu þúsund íslenskar landsliðstreyjur hafa selst frá því að EM í fótbolta hófst og eru þær nú nær ófáanlegar. Síðasta sólarhring hefur framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, sem framleiðir treyjuna, fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um heim allan sem vilja selja íslenska búninginn. 29. júní 2016 20:30
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53
Manna næturvaktir því Skotar eru svo æstir í íslensku treyjuna Það voru ekki bara Íslendingar sem fögnuðu sem óðir væru eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi. 1. júlí 2016 12:30