Þögn Ívar Halldórsson skrifar 2. júlí 2016 12:49 Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera. Eða kannski öllu heldur ákvörðun vissra fréttaveita um að þegja yfir fréttum sem skipta máli. Fréttamiðlar um allan heim sögðu nú í vikunni frá því að 13 ára ísraelsk stúlka hefði verið myrt í svefni með hnífi. Árásarmaðurinn var 17 ára gamall palestínskur drengur. Hann réðst einnig á ísraelskan öryggisvörð, særði hann mikið, áður en öryggisvörðurinn skaut drenginn í sjálfsvörn. Hér heima...óþægileg þögn. Þessi frétt var t.a.m. fyrsta frétt í norskum fjölmiðlum, en lítið fór fyrir þessari frétt hér. Fréttastofa Bylgjunnar, ein fréttaveita 365 miðla, greindi þó frá þessu í fimm-fréttum síðastliðinn fimmtudag og pressan.is greindi einnig frá atburðinum á málefnalegan hátt. Frá stóru fréttaveitunum okkar RÚV og Morgunblaðinu....ærandi þögn. Það kom einnig fram í mörgum fjölmiðlum að palestínski drengurinn hefði umsvifalaust verið heiðraður sem hetja fyrir verknaðinn af palestínskum yfirvöldum; sem umbuna í kjölfarið fjölskyldu hans fjárhagslega fyrir píslarvættisdauða árásarmannsins. Þá kom í ljós í viðtali við móður drengsins að hún er mjög stolt af syninum fyrir að hafa fórnað lífi sínu fyrir verðugan málstað trúar þeirra. Hér heima....grunsamleg þögn. Svo virðist sem flestar fréttir sem varða meint misrétti gagnvart Palestínumönnum rati á ógnarhraða í fyrirsagnir fjölmiðla hérlendis. Er það auðvitað í lagi svo lengi sem frásögnin er rétt og óhlutdræg. En er þá ekki morð á sofandi ísraelskri stúlku jafn fréttnæmt? Er hennar líf ekki jafn dýrmætt og líf palestínsks barns? Skiptir í alvöru máli hver heldur á hnífnum? Ég vil ekki trúa því að kynþáttur saklausra fórnarlamba ráði hvort frétt þyki vera fréttnæm í okkar fjölmiðlum. Fréttamiðlar verða að gæta jafnræðis og hlutleysis í umfjöllun viðkvæmra mála. Það er nauðsynlegt að kynna fyrir lesendum og hlustendum tvær hliðar umdeildra málaflokka og leyfa þeim síðan að mynda eigin afstöðu út frá þeim upplýsingum. Maður fær óneitanlega oft á tilfinninguna að vissir fréttamiðlar neiti neytendum sínum um slík forréttindi og reyni að stýra afstöðu fólks með hlutdrægri fréttamennsku. Ég vona auðvitað að þetta séu bara saklausar tilviljanir allt saman og að þessi mikilvæga frétt um saklausa, sofandi 13 ára stúlku hafi einfaldlega farið fyrir ofan garð og neðan vegna saklauss klaufaskapar einhvers sumarafleysingamanns á fréttamiðlunum báðum. En það eru þá líklega einnig fagmannaekkla hjá fréttaveitunum Al-Jazeera og Reuters sem skauta grunsamlega oft fram hjá harmasögum saklausra Ísraela í átökum sínum við hryðjuverkamenn. Það er þó athyglisvert að þessar tvær fréttaveitur, eru afar vinsælar uppsprettur frétta hjá t.d. RÚV og Morgunblaðinu. Ef fréttamiðlar hérlendis þurfa að leita til trúverðugri fréttamiðla til að gefa Íslendingum ákjósanlegra, heiðarlegra, fagmannlegra og traustara yfirlit yfir atburði víða um veröld, þá eigum við kröfu á því að þeir geri það. Það þarf hvorki að hafa vit fyrir okkur né mata okkur - við erum ekki börn.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar