„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 11:15 Feðginin Gísli Gíslason og Hallbera Guðný Gísladóttir í París í morgun. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru á meðal fjölmargra Íslendinga sem horfðu á viðureign Ítalíu og Þýskalands á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gærkvöldi. Hallbera lýsir því hvernig þær voru fjórar saman að horfa á leikinn þegar þær sáu mikinn fjölda fólks koma á harðahlaupum í áttina til sín og eitthvað mikið að. Eins og Vísir greindi frá í gær greip um sig mikil hræðsla meðal áhorfenda þegar sprenging varð á stuðningsmannasvæðinu. Sprengingin var ekki það hávær að allir yrðu hennar varir en þeir sem voru nærri hlupu í burtu, hræðslan magnaðist og hundruð ef ekki þúsundir flýðu svæðið. Þeirra á meðal voru fyrrnefndar landsliðskonur Íslands. Í ljós kom að líklegast var um flugelda að ræða en þeir eru stranglega bannaðir á svæðinu. Hallbera var að að fá sér morgunhressingu með föður sínum Gísla Gíslasyni í hverfinu nærri Moulin Rouge þegar blaðamaður hitti á hana. Hún var hin hressasta en greinilegt á frásögn hennar að upplifunin í gærkvöldi var mikil lífsreynsla.Hefðu annars orðið undir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum,“ segir Hallbera en eftir töluverð hlaup stoppuðu þær aðeins. Fjöldinn hins vegar hélt áfram að hlaupa og segir Hallbera litlu hafa munað að þær yrðu hreinlega undir. Það hafi ekkert annað verið í stöðunni að halda áfram að hlaupa. Og stelpurnar hlupu allt þar til þær voru komnar upp á hótel. „Þá vissum við enn ekki hvað hefði gerst,“ segir Hallbera. Gísli faðir hennar og Skagamaður með meiru sat á veitingahúsi í borginni og horfði á leikinn þar. Hann þurfti því ekki að hlaupa en grínaðist með það að landsliðsstelpurnar héldu sér í formi. „Ég fór með þær í æfingar í tröppunum í Sigurboganum í gær og svo fengu þær þessa hlaupaæfingu í gær,“ sagði Gísli. Feðginin ætluðu að skoða Sacré Coeur basilikuna í dag og verða svo eflaust meðal þúsunda Íslendinga í upphitunarveislunni fyrir framan O’Sullivans bar við Moulin Rouge síðdegis. Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Löw: Sé til hvernig við spilum gegn Frakklandi ... eða Íslandi Áhugaverð uppákoma á blaðamannafundi þýska liðsins eftir sigurinn á Ítalíu í 8-liða úrslitum í gær. 3. júlí 2016 10:45
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00