Hundruð svikin um miða Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2016 07:00 Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Fréttablaðið/Stefán „Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
„Ég horfði á 20 til 25 ára stráka hágráta fyrir utan völlinn. Það risti í hjartað á manni að standa þarna í grenjandi rigningunni fyrir utan völlinn og heyra þjóðsönginn íslenska leikinn fyrir innan og vera miðalaus eftir allt þetta ferðalag. Þá brotnuðu margir algjörlega saman,“ segir Hörður Harðarson, Frakklandsfari sem fékk ekki miða á leikinn þrátt fyrir að hafa greitt Birni Steinbekk fúlgur fjár fyrir.Sjá einnig:Dregin á asnaeyrum um París Hundruð Íslendinga, sem höfðu keypt miða af manni á netinu, komust að þjóðarleikvangi Frakka en fengu enga miða til að komast inn á leikvöllinn. Einn þeirra sem keyptu af honum miða var Kristján Atli Baldursson, athafnamaður á Akureyri, sem keypti 100 miða af honum á rúmar fimm milljónir. Hafði hann útvegað 77 Íslendingum flug og miða en þeir farþegar sátu eftir með sárt ennið. „Þeir miðar sem ég keypti voru aldrei afhentir í París. Ég er bara ónýtur og hef engin orð, er eiginlega í tómu rusli.“ Hundruð Íslendinga hópuðust að Birni Steinbekk, sárir yfir því að hafa ekki fengið miða, og sagði Hörður að lögregla hefði síðan skorist í leikinn. „Annaðhvort var hann leiddur í burtu af lögreglu eða fylgt í burtu af lögreglu,“ segir Hörður.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Enginn afsláttur gefinn í gæslunni sem bakar sumum vesen Gífurleg öryggisgæsla er fyrir utan Stade de France leikvanginn í Saint Denis í Frakklandi vegna leiks Íslands og Frakklands sem hefst innan skamms. 3. júlí 2016 18:39
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31