Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Sjáðu markið Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 8. júlí 2016 22:30 Blikar fagna sigurmarki Rakelar. vísir/hanna Breiðablik tyllti sér á toppinn í Pepsi-deild kvenna með 1-0 sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Tveimur stigum munaði á liðunum fyrir leik dagsins en liðin voru afar varkár og gáfu fá færi á sér í leiknum. Fyrirliði Blika, Rakel Hönnudóttir, kom þeim yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti frá vítateigslínunni en markvörður Stjörnunnar hefði líklegast átt að gera betur og verja skotið. Markið má sjá hér fyrir neðan. Gestirnir úr Garðabænum áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og náðu varla að ógna markinu í seinni hálfleik. Þurftu Stjörnukonur því að sætta sig við fyrsta tap sumarsins gegn ríkjandi Íslandsmeisturunum en Blikaliðið hefur ekki enn tapað leik eftir sjö umferðir.Afhverju unnu Blikar? Blikakonur sýndu styrkleika sinn í vörninni og gáfu engin færi á sér í leiknum en á 90. mínútum fengu gestirnir úr Garðabænum varla færi til að skrifa um. Á meðan liðið heldur hreinu þarf aðeins eitt mark til að taka stigin þrjú og dugði eina mark leiksins Blikum í dag. Í raun var ekkert sem benti til þess að mark kæmi í fyrri hálfleikinn þegar Blikar komust yfir.Hvað gekk vel? Spilamennska varnarmanna liðanna var til fyrirmyndar en sóknarsinnuðu leikmenn liðanna fengu lítið að sjá af boltanum og náðu aldrei takti. Þá átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, oft fína spretti í leiknum en það dróg aðeins af henni þegar líða tók á leikinn.Hvað gekk illa? Um leið og liðin komu inn á vallarhelming andstæðinganna virtust liðin ekki vita hvert næsta skref ætti að vera og gekk þeim illa að komast framhjá miðju andstæðinganna. Þá átti markvörður Stjörnunnar, Berglind Hrund Jónasdóttir að gera betur í markinu en hún var í skoti Rakelar en einfaldlega missti boltann aftur fyrir sig og í netið. Reyndist það vera eina mark leiksins og því rándýrt fyrir Stjörnuna.Hvað gerist næst? Blikakonur eru komnar á toppinn á ný en eru aðeins með eins stigs forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á Val. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði ÍA en Skagakonur gerðu vel og héldu í Valskonur allan leikinn í kvöld í 0-1 tapi. Stjarnan getur komist á sigurbraut á ný á Samsung-vellinum þegar Stjörnukonur taka á móti KR en liðinu var í kvöld skellt niður á jörðina á ný eftir 6-0 sigur gegn ÍA í 6. umferð. Þorsteinn: Sama um fegurð ef við tökum stigin þrjú„Okkur er saman um fegurð ef við tökum þrjú stig, það er alltaf gott að vinna sterk lið,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, sáttur í kvöld. Þorsteinn vildi ekki taka svo til orða að liðin hafi leikið illa í kvöld. „Þetta voru tvö mjög jöfn lið og úr verður hörku leikur á milli sterkra liða. Liðin tóku ekki marga sénsa því þú vilt ekki tapa leik eins og þessum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Við fórum kannski full varfærnislega í leikinn og úr því verður mikil stöðubarátta inn á miðjunni og lítið af færum en við vorum ánægð með það.“ Blikum tókst ekki að bæta við öðru marki og var því sigurinn ekki öruggur fyrr en lokaflautið gall. „Markið gaf okkur smá andrými en þetta var náttúrulega aldrei öruggt. Stjarnan er með gott lið en okkur tókst vel að halda þeim frá markinu fyrir utan fyrstu mínútur leiksins,“ sagði Þorsteinn en hann hrósaði varnarvinnu liðsins: „Allt liðið var að verjast vel í kvöld, við erum með góða varnarmenn en liðið vinnur vel saman. Það er aðalsmerkið okkar að verjast vel en munurinn á okkur og í fyrra er að við erum ekki að skora jafn mörg mörk.“ Rakel: Er í okkar höndum núna„Þetta var mikill baráttuleikur eins og við mátti búast en okkur tókst að skora eitt mark og það dugði okkur til,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika, sátt eftir leikinn í kvöld. „Við erum mjög sáttar að ná að hafa þetta í kvöld, við vorum kannski aðeins of varnarsinnaðar en það er léttir að taka stigin þrjú.“ Rakel tók undir að bæði lið hefðu nálgast leikinn af varfærni. „Maður er alltaf hræddur gegn svona toppliðum um að þær refsi okkur. Þær eru með frábæra leikmenn sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Maður þarf að vera alltaf á tánum.“ Rakel skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. „Það er alltaf sætt að skora rétt fyrir hálfleikinn en þetta getur komið í bakið á manni í seinni hálfleik. Við náðum sem betur fer að halda vel aftur af þeim og landa þessu.“ Með sigrinum skaust Breiðablik upp í toppsætið á ný. „Það er alltaf best að vera þar, við þurfum ekki að treysta á neinn annan. Þetta er í okkar höndum núna að halda þessu.“ Ólafur: Datt þeirra megin í dag„Það er hundfúlt að fara héðan með engin stig eftir þennan leik. Þetta var jafn leikur en þetta datt þeirra megin í dag,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur að leikslokum. „Það var mikil barátta í dag eins og við bjuggumst við fyrir leik. Við vissum að þessi leikur gæti dottið báðu megin og mér fannst við spila ágætlega þótt það væru ekki mörg færi í leiknum.“ Ólafur var óánægður að fá á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Það benti ekkert til þess að þær myndu skora en svona er fótboltinn. Það þarf bara eitt móment eins og þetta og ef leikmenn eru vakandi nýta þær sér það.“ Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar en Blikar eru eina taplausa lið deildarinnar eftir kvöldið. „Þetta er það sem gerir þessa deild svona skemmtilega. Allir leikirnir eru jafnir en við þurfum að halda áfram að spila okkar leik.“Rakel skorar eina mark leiksins vísir/hanna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik tyllti sér á toppinn í Pepsi-deild kvenna með 1-0 sigri á Stjörnunni á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Tveimur stigum munaði á liðunum fyrir leik dagsins en liðin voru afar varkár og gáfu fá færi á sér í leiknum. Fyrirliði Blika, Rakel Hönnudóttir, kom þeim yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með skoti frá vítateigslínunni en markvörður Stjörnunnar hefði líklegast átt að gera betur og verja skotið. Markið má sjá hér fyrir neðan. Gestirnir úr Garðabænum áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og náðu varla að ógna markinu í seinni hálfleik. Þurftu Stjörnukonur því að sætta sig við fyrsta tap sumarsins gegn ríkjandi Íslandsmeisturunum en Blikaliðið hefur ekki enn tapað leik eftir sjö umferðir.Afhverju unnu Blikar? Blikakonur sýndu styrkleika sinn í vörninni og gáfu engin færi á sér í leiknum en á 90. mínútum fengu gestirnir úr Garðabænum varla færi til að skrifa um. Á meðan liðið heldur hreinu þarf aðeins eitt mark til að taka stigin þrjú og dugði eina mark leiksins Blikum í dag. Í raun var ekkert sem benti til þess að mark kæmi í fyrri hálfleikinn þegar Blikar komust yfir.Hvað gekk vel? Spilamennska varnarmanna liðanna var til fyrirmyndar en sóknarsinnuðu leikmenn liðanna fengu lítið að sjá af boltanum og náðu aldrei takti. Þá átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, oft fína spretti í leiknum en það dróg aðeins af henni þegar líða tók á leikinn.Hvað gekk illa? Um leið og liðin komu inn á vallarhelming andstæðinganna virtust liðin ekki vita hvert næsta skref ætti að vera og gekk þeim illa að komast framhjá miðju andstæðinganna. Þá átti markvörður Stjörnunnar, Berglind Hrund Jónasdóttir að gera betur í markinu en hún var í skoti Rakelar en einfaldlega missti boltann aftur fyrir sig og í netið. Reyndist það vera eina mark leiksins og því rándýrt fyrir Stjörnuna.Hvað gerist næst? Blikakonur eru komnar á toppinn á ný en eru aðeins með eins stigs forskot á Stjörnuna og þriggja stiga forskot á Val. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði ÍA en Skagakonur gerðu vel og héldu í Valskonur allan leikinn í kvöld í 0-1 tapi. Stjarnan getur komist á sigurbraut á ný á Samsung-vellinum þegar Stjörnukonur taka á móti KR en liðinu var í kvöld skellt niður á jörðina á ný eftir 6-0 sigur gegn ÍA í 6. umferð. Þorsteinn: Sama um fegurð ef við tökum stigin þrjú„Okkur er saman um fegurð ef við tökum þrjú stig, það er alltaf gott að vinna sterk lið,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, sáttur í kvöld. Þorsteinn vildi ekki taka svo til orða að liðin hafi leikið illa í kvöld. „Þetta voru tvö mjög jöfn lið og úr verður hörku leikur á milli sterkra liða. Liðin tóku ekki marga sénsa því þú vilt ekki tapa leik eins og þessum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Við fórum kannski full varfærnislega í leikinn og úr því verður mikil stöðubarátta inn á miðjunni og lítið af færum en við vorum ánægð með það.“ Blikum tókst ekki að bæta við öðru marki og var því sigurinn ekki öruggur fyrr en lokaflautið gall. „Markið gaf okkur smá andrými en þetta var náttúrulega aldrei öruggt. Stjarnan er með gott lið en okkur tókst vel að halda þeim frá markinu fyrir utan fyrstu mínútur leiksins,“ sagði Þorsteinn en hann hrósaði varnarvinnu liðsins: „Allt liðið var að verjast vel í kvöld, við erum með góða varnarmenn en liðið vinnur vel saman. Það er aðalsmerkið okkar að verjast vel en munurinn á okkur og í fyrra er að við erum ekki að skora jafn mörg mörk.“ Rakel: Er í okkar höndum núna„Þetta var mikill baráttuleikur eins og við mátti búast en okkur tókst að skora eitt mark og það dugði okkur til,“ sagði Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika, sátt eftir leikinn í kvöld. „Við erum mjög sáttar að ná að hafa þetta í kvöld, við vorum kannski aðeins of varnarsinnaðar en það er léttir að taka stigin þrjú.“ Rakel tók undir að bæði lið hefðu nálgast leikinn af varfærni. „Maður er alltaf hræddur gegn svona toppliðum um að þær refsi okkur. Þær eru með frábæra leikmenn sem geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. Maður þarf að vera alltaf á tánum.“ Rakel skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. „Það er alltaf sætt að skora rétt fyrir hálfleikinn en þetta getur komið í bakið á manni í seinni hálfleik. Við náðum sem betur fer að halda vel aftur af þeim og landa þessu.“ Með sigrinum skaust Breiðablik upp í toppsætið á ný. „Það er alltaf best að vera þar, við þurfum ekki að treysta á neinn annan. Þetta er í okkar höndum núna að halda þessu.“ Ólafur: Datt þeirra megin í dag„Það er hundfúlt að fara héðan með engin stig eftir þennan leik. Þetta var jafn leikur en þetta datt þeirra megin í dag,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur að leikslokum. „Það var mikil barátta í dag eins og við bjuggumst við fyrir leik. Við vissum að þessi leikur gæti dottið báðu megin og mér fannst við spila ágætlega þótt það væru ekki mörg færi í leiknum.“ Ólafur var óánægður að fá á sig mark á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Það benti ekkert til þess að þær myndu skora en svona er fótboltinn. Það þarf bara eitt móment eins og þetta og ef leikmenn eru vakandi nýta þær sér það.“ Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í sumar en Blikar eru eina taplausa lið deildarinnar eftir kvöldið. „Þetta er það sem gerir þessa deild svona skemmtilega. Allir leikirnir eru jafnir en við þurfum að halda áfram að spila okkar leik.“Rakel skorar eina mark leiksins vísir/hanna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira