Athygli er vakin á því að ekki er hægt að tryggja það að allir sem eiga miða á hátíðina í ár komist á tónleika PJ Harvey. Til þess að tryggja sanngirni í þeim málum hafa hátíðarhaldarar ákveðið að dreifa miðum til miðahafa í Hörpunni á föstudeginum. Allir þeir sem eru með armband geta fengið miða og gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“. Aðeins einn miði verður gefin fyrir hvert armband. Byrjað verður að dreifa miðum í hádeginu 4. nóvember.
Þetta kemur í veg fyrir að þeir sem vilja sjá og heyra í PJ Harvey þurfi að bíða klukkutímum saman fyrir utan Valshöll á sjálfan tónleikadaginn.
Miðaverð fyrir sunnudaginn er tæpar 9000 krónur en aukamiðarnir tryggja einnig aðgang á tónleika PJ Harvey. Frekar upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar en miðana má nálgast á Tix.
Hjá má heyra PJ Harvey taka lag sitt To bring you my love á tónleikum í París í síðasta mánuði.