Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu Stefán Þór hjartarson skrifar 30. júní 2016 10:15 Gauti safnar þessa dagana fyrir útgáfu á vínylplötu en þær þykja oft eigulegri gripir en geisladiskar. Mynd/Eygló Gísladóttir „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög