Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. júní 2016 16:19 Jónas Sig og Prins Póló leiða saman hesta sína. Vísir Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Vrúmm, vrúmm... vrúmm? Gagnrýni Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55