Guðna býðst að fræðast um forsetaembættið í Stjórnarráðsskólanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2016 21:00 Guðni Th. Jóhannesson ásamt fjölskyldu sinni á svölum heimilis þeirra á Seltjarnarnesi síðastliðinn sunnudag. vísir/anton brink Guðna Th. Jóhannessyni nýkjörnum forseta Íslands stendur til boða að fara á námskeið í Stjórnarráðsskólanum sem starfræktur hefur verið í forsætisráðuneytinu frá árinu 2010. „Þetta er eitthvað sem hefur aðeins komið til tals því við höfum verið að bjóða nýjum starfsmönnum í ráðuneytunum á námskeið sem og ráðherrum í ríkisstjórn og aðstoðarmönnum þeirra,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Hann segir að Guðna hafi ekki verið formlega boðið í skólann en honum standi það til boða af hálfu forsætisráðuneytisins ef hann óskar eftir því. Það sé engin skólaskylda í Stjórnarráðsskólanum. „Ef það verður svona námskeið fyrir nýjan forseta þá á alveg eftir að taka ákvörðun um það hvaða efni verður á slíku námskeiði, það yrði náttúrulega sérsniðið að forsetaembættinu og ég vill nú ekki fara nánar út í það hvað yrði kennt á slíku námskeiði á þessari stundu.“ En nú er nýkjörinn forseti sérfræðingur í sögu embættisins. Ætli hann mynda læra mikið á svona námskeiði? „Við erum alltaf að læra og það gildir um okkur öll. Við áttum okkur á því að hann veit sjálfsagt meira um embætti forseta Íslands en við flest en það er nú samt þannig að suma hluti lærir maður einungis með því að gera þá sjálfur og vera í aðstæðunum, þar getum við ef til vill miðlað af reynslu okkar og þekkingu. Ef af verður þá verður þetta án vafa lærdómur og kennslustund fyrir báða aðila.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni nýkjörnum forseta Íslands stendur til boða að fara á námskeið í Stjórnarráðsskólanum sem starfræktur hefur verið í forsætisráðuneytinu frá árinu 2010. „Þetta er eitthvað sem hefur aðeins komið til tals því við höfum verið að bjóða nýjum starfsmönnum í ráðuneytunum á námskeið sem og ráðherrum í ríkisstjórn og aðstoðarmönnum þeirra,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Hann segir að Guðna hafi ekki verið formlega boðið í skólann en honum standi það til boða af hálfu forsætisráðuneytisins ef hann óskar eftir því. Það sé engin skólaskylda í Stjórnarráðsskólanum. „Ef það verður svona námskeið fyrir nýjan forseta þá á alveg eftir að taka ákvörðun um það hvaða efni verður á slíku námskeiði, það yrði náttúrulega sérsniðið að forsetaembættinu og ég vill nú ekki fara nánar út í það hvað yrði kennt á slíku námskeiði á þessari stundu.“ En nú er nýkjörinn forseti sérfræðingur í sögu embættisins. Ætli hann mynda læra mikið á svona námskeiði? „Við erum alltaf að læra og það gildir um okkur öll. Við áttum okkur á því að hann veit sjálfsagt meira um embætti forseta Íslands en við flest en það er nú samt þannig að suma hluti lærir maður einungis með því að gera þá sjálfur og vera í aðstæðunum, þar getum við ef til vill miðlað af reynslu okkar og þekkingu. Ef af verður þá verður þetta án vafa lærdómur og kennslustund fyrir báða aðila.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Yfir 200 manns verða viðstaddir innsetningarathöfn nýs forseta Mánuður er síðan undirbúningur fyrir innsetningu nýs forseta lýðveldisins hófst í forsætisráðuneytinu en Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti verður settur inn í embætti við hátíðlega athöfn á Alþingi þann 1. ágúst næstkomandi. 30. júní 2016 16:04