Leiknir Reykjavík, KA og KA unnu leiki sína í Inkasso-deild karla, en þrír leikir fóru fram í áttundu umferðinni í kvöld.
KA er á toppi deildarinnar með 19 stig 2-0 sigur á Selfossi. Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru á skotskónum.
Þeir gulklæddu frá Akureyri með þriggja stiga forskot á nágranna sína í Þór, en þeir eiga þó leik til góða. Selfoss er í áttunda sætinu með tíu stig.
HK vann 2-0 sigur á Fram með mörkum frá Hákoni Inga Jónssyni og Sveini Aroni Guðjohnsen, syni Eiðs Smára Guðjohnsen.
Þetta var annar sigur HK á leiktíðinni, en þeir eru með átta stig í 9. sæti. Fram er í 5. sæti með 12 stig.
Leiknir R. tryggði sér sigur á Haukum, 1-0, en sigurmarkið kom átján mínútum fyrir leikslok í Breiðholtinu.
Breiðholtsliðið er í fjórða sætinu með þrettán stig, en Haukarnir eru í sjöunda sætinu með tíu stig.
