Við viljum öll hjálpa – hjálpum þá! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun