Næstum fimm prósent þjóðarinnar hafa þegar kosið í forsetakosningum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júní 2016 16:28 Kjósendur greiða atkvæði sem enda í sérstökum kjörkössum. Vísir/Stefán Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Tæplega ellefu þúsund manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar í komandi forsetakosningum en þær fara fram þann 25. júní næstkomandi. Þetta er gífurleg fjölgun utankjörfundaratkvæða milli forsetakosninga en á sama tíma fyrir fjórum árum, það er þegar tæp vika var til kjördags, höfðu 5500 kosningabærra aðila greitt atkvæði. Tölurnar eru ekki að fullu samanburðarhæfar sökum þess að tölurnar frá 2012 koma einungis frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en síðan þá hafa sýslumannsembættin verið sameinuð. Þó skýrir það eitt ekki þessa miklu fjölgun á utankjörfundaratkvæðum segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur Evrópumótið í knattspyrnu spila inn í þessa fjölgun.Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, greiðir atkvæði ásamt sinni ektakvinnu, Dorrit Moussaieff, í síðustu forsetakosningum.VísirHún segir þó að enn sé ekki hægt að dæma um það hvort þetta sé viðbót við heildartölu þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar. Árið 2012 greiddu rétt rúmlega tuttugu þúsund atkvæði utankjörfundar þegar allt kom til alls. Bættust flestir við á síðustu tveimur dögunum fyrir kjördag eða rétt tæplega sjöþúsund samtals. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 30. apríl síðastliðinn og þá gátu kjósendur greitt atkvæði hjá embættum sýslumanna. Frá og með 9. júní síðastliðnum hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar aðeins farið fram í Perlunni. Þeir sem búa erlendis geta sent atkvæði sitt til sýslumanna fram að kjördegi í þar til gerðu umslagi. Aðfaranótt sunnudagsins næstkomandi verður ljóst hver kemur til með að gegna embætti forseta Íslands næstu fjögur árin. Níu manns eru í framboði og ráða landsmenn úrslitum en 245 þúsund manns eru á kjörskrá. Því er langt frá því að úrslit séu ráðin en aðeins 4,3 prósent hafa greitt atkvæði enn sem komið er. Í síðustu kosningum, árið 2012, var kosningaþátttaka 69,3 prósent. Vísir hvetur kjósendur til þess að kynna sér frambjóðendur á kosningavef Vísis.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira