Sagðist hafa ætlað sér að drepa Trump á kosningafundi í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2016 21:57 Kosningafundur Donald Trump var haldinn í Treasure Island spilavítinu. Vísir/AFP Bandarísk lögregla segir að breskur maður sem handtekinn var á kosningafundi Donald Trump í Las Vegas fyrr í dag hafi reynt að komast yfir skammbyssu hjá lögreglumanni með það að markmiði að skjóta Trump til bana. Í gögnum lögreglu er hinn nítján ára gamli Michael Steven Sandford sakaður um að hafa ætlað sér að drepa Trump. Er þar haft eftir Sandford að hann hafi ekið frá Kaliforníu til Las Vegas til að sækja kosningafundinn. Hafi hann heimsótt sérstakt skotsvæði á föstudaginn til að læra að skjóta úr byssu. Í frétt NBC segir að Sandford hafi á fundinum, sem haldinn var í Treasure Island spilavítinu, gengið upp að lögreglumanni og sagt honum að hann vildi fá eiginhandaráritun hjá Trump og í kjölfarið reynt að ná skammbyssu lögreglumannsins af honum. Það hafi mistekist og hafi hann verið handtekinn. Í frétt BBC segir að Sandford sé með breskt ökuskírteini og hafi búið í Bandaríkjunum í hálft annað ár. Hafi hann haft í hyggju að drepa Trump síðastliðið ár, en sagðist nú loks hafa verið reiðubúinn til að framkvæma verknaðinn og sannfærður um að hann myndi sjálfur deyja þegar hann myndi láta til skarar skríða. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Bandarísk lögregla segir að breskur maður sem handtekinn var á kosningafundi Donald Trump í Las Vegas fyrr í dag hafi reynt að komast yfir skammbyssu hjá lögreglumanni með það að markmiði að skjóta Trump til bana. Í gögnum lögreglu er hinn nítján ára gamli Michael Steven Sandford sakaður um að hafa ætlað sér að drepa Trump. Er þar haft eftir Sandford að hann hafi ekið frá Kaliforníu til Las Vegas til að sækja kosningafundinn. Hafi hann heimsótt sérstakt skotsvæði á föstudaginn til að læra að skjóta úr byssu. Í frétt NBC segir að Sandford hafi á fundinum, sem haldinn var í Treasure Island spilavítinu, gengið upp að lögreglumanni og sagt honum að hann vildi fá eiginhandaráritun hjá Trump og í kjölfarið reynt að ná skammbyssu lögreglumannsins af honum. Það hafi mistekist og hafi hann verið handtekinn. Í frétt BBC segir að Sandford sé með breskt ökuskírteini og hafi búið í Bandaríkjunum í hálft annað ár. Hafi hann haft í hyggju að drepa Trump síðastliðið ár, en sagðist nú loks hafa verið reiðubúinn til að framkvæma verknaðinn og sannfærður um að hann myndi sjálfur deyja þegar hann myndi láta til skarar skríða.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira