Ástþór: „Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 15:50 Ástþór Magnússon segist hafa áhyggjur af óheiðarlegum forsetaframboðum Vísir/Hanna „Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37
16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00