Tveggja tíma meðaltöf hjá Wowair í dag Una Sighvatsdóttir skrifar 21. júní 2016 20:00 Miklar tafir hafa orðið á áætlunarflugi WowAir undanfarna tvo sólarhringa. Vísir Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum. Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tafir urðu á 16 af 17 brottförum Wowair frá Keflavík í gær og það sem af er þessum degi hefur sömuleiðis orðið áframhaldandi töf á öllum flugleiðum.Svona voru tafirnar í dag á brottförum Wow Air frá Keflavík.Lengst þurftu farþegar á leið til Los Angeles að bíða, eða í heilar 14 klukkustundir, en að jafnaði hafa tafir verið um 120 mínútur eða tvær klukkustundir. Lítið svigrúm ef eitthvað bregður út af Bæði forstjóri og upplýsingafulltrúi Wowair eru stödd í Frakkland, ásamt tæpum tíu prósentum íslensku þjóðarinnar, en þær upplýsingar fengust þó frá flugfélaginu að ástæður tafanna séu keðjuverkun vegna margra samhangandi þátta. Þar á meðal er ófyrirséð viðhald á flugbraut Gatwick flugvallar og skemmdir sem urðu á væng einnar vélar félagsins. Við það bætist mikið álag á Keflavíkurflugvelli og öðrum alþjóðaflugvöllum nú á háannatíma ferðaþjónustunnar, sem þýðir að lítið rými er til að bregðast við röskunum á flugleiðum.Farþegar sem töfðust um 14 klukkustundir eftir flugi til Los Angeles ráku augan í þennan miða við innskráningarborðið, en hann mun þó ekki hafa verið skilin eftir af starfsfólki Wowair.Gerðardómur tekur við kjaradeilunni Kjaradeilur flugumferðarstjóra hjálpa heldur ekki til, en að sögn Isavia tókst ekki að fullmanna vaktir á háannatíma í gær vegna forfalla. Röskun vegna þess varð þó minniháttar. Síðasti samningafundur hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus og hefur næsti fundur ekki verið boðaður fyrr en á föstudag, en þá verður deilan þegar komin inn á borð gerðardóms samkvæmt lögum Alþingis gegn verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra. Talsmenn beggja samninganefnda segja hinsvegar að þótt gerðardómur verði komin í málið verði áfram reynt að finna lausn með samningaviðræðum. Það virðist því margt geta brugðið út af í flugbransanum og ráðlegt að þeir sem eiga bókað flug í fríið fylgist vandlega með brottfarartímum.
Fréttir af flugi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira