Lofum lónið stjórnarmaðurinn skrifar 22. júní 2016 11:00 Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Talsvert hefur verið fjallað um verðlagningu á heimsóknum í Bláa lónið í fjölmiðlum undanfarin ár. Yfirleitt hefur slík umfjöllun verið með neikvæðum formerkjum, og þá á þá leið að verðmiðinn sé slíkur að búið sé að gera venjulegum fjölskyldum ókleift að heimsækja lónið án þess að eyða formúu. Nú síðast í vikunni voru fregnir af því að Bláa lónið hefði hafið að innheimta mismunandi verð eftir því hvenær dags eða árs gestir sækja lónið heim. Í sömu frétt var vísað í frétt af afkomu Bláa lónsins undir fyrirsögninni „Bláa lónið hagnast um milljarða“. Kannski er það þetta hugarfar sem stendur ferðaþjónustu á Íslandi fyrir þrifum. Íslendingar eiga engan guðsgefinn rétt til að heimsækja Bláa lónið. Það er í einkaeigu og eigendurnir eiga þann óskoraða rétt að haga rekstrinum eins og þeim þóknast. Að sama skapi hljóta náttúruverndarsjónarmið og sjónarmið um að ferðamannvirki og náttúruperlur skuli standa undir sér að réttlæta hóflega gjaldtöku til ferðamanna, innlendra sem erlendra. Þar víkja einfaldlega meiri hagsmunir fyrir minni. Það verður að skapa tekjur svo hægt sé að standa undir viðhaldi, sporna við ofnýtingu og tryggja öryggi. Þar verða sjónarmið um óheftan og gjaldfrjálsan aðgang Íslendinga að náttúruperlum að víkja. Bláa lónið er raunar ágætt dæmi um hvernig á að byggja upp fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margir muna eftir tíð þegar varla var nema einn útiskúr og sturta á svæðinu. Nú er öldin önnur og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Fyrirtæki í einkaeigu hefur tekist að verða einn þekktasti áfangastaður fyrir ferðamenn á landinu. Bláa lónið velti á síðasta ári tæpum átta milljörðum króna, og EBIDTA hagnaður félagsins nam rúmum þremur milljörðum. Starfsmenn eru um fimm hundruð. Óvíða í heiminum þætti tiltökumál að greiða átta þúsund krónur fyrir sundsprett í laug eins og Bláa lóninu. Sambærilegt gjald er til dæmis innheimt til að heimsækja náttúrulaugar í breska bænum Bath (nafngiftin skýrir sig sjálf). Þar, líkt og á Suðurnesjunum, er verðið engin fyrirstaða og böðin frægu standa öðrum þræði undir hagkerfinu á staðnum. Óskandi væri ef ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi tæki Bláa lónið sér til fyrirmyndar.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira