Gylfi: Fullkomið að fá Englendingana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 18:56 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar með liðsfélögunum í leikslok. Vísir/EPA Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var í skýjunum eins og aðrir eftir 2-1 sigur á Austurríki á Stade e France í kvöld þar sem íslenska liðið tryggði sér annað sætið í riðlinum og leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Mér líður frábærlega en ég er ekkert smá þreyttur. Þetta er þess virði. Þessi stund með stuðningsmönnunum eftir leikinn er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í samtali við Pétur Marteinsson í útsendingu Símans. „Þetta var mjög erfiður leikur en við vissum það. Það var klaufaskapur að fá á okkur þetta mark í síðari hálfleik en við vörðumst ágætlega," sagði Gylfi. „Við viljum spila betri fótbolta og það á vonandi eftir að koma í keppninni. Við spiluðum nokkrum sinnum mjög vel og sérstaklega þegar Jói átti skot í slána. Við náðum þá nokkrum sendingum og spiluðum okkur í gegnum vörnina hjá þeim en við þurfum að vera aðeins kaldari og þora að spila boltanum," sagði Gylfi. „Þegar það er svona mikið undir þá vilja menn ekki gera mistök. Við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli," sagði Gylfi. „Skiptingarnar virkuðu. Arnór kom inn og skoraði. Hann er mjög frískur og snöggur leikmaður og það var kannski það sem við þurftum. Theódór Elmar kom líka inná og gerði mjög vel. Sverrir var líka frábær í miðverðinum þegar hann kom inná og skallaði fjóra eða fimm bolta í burtu. Skiptingarnar virkuðu því mjög vel og allir sem eru á bekknum eru algjörlega klárir í að koma inná," sagði Gylfi. Næst á dagskrá er leikur á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. „Það var frábært að ná fyrsta sigrinum. Það er bara fullkomið að fá Englendingana. Mér lýst mjög vel að fá þá. Við vitum að þeir eru með hörkulið, mjög góða unga leikmenn og svo reynslubolta inn á milli," sagði Gylfi. „Ég myndi halda að öll pressan væri á þeim. Það yrði mikið skrifað í enskum blöðunum ef að þeir myndu detta út á móti okkur. Við viljum ekkert fara heim því þetta hafa verið skemmtilegustu vikur lífs okkar. Við viljum alls ekki að þetta endi," sagði Gylfi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira