Ætlar að afnema verðtrygginguna nái hann kjöri en ella fara að vinna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júní 2016 13:57 Sturla Jónsson vísir „Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þetta er áleiðis, svona áður en ég baka þetta,“ segir forsetaframbjóðandinn Sturla Jónsson í samtali við Vísi. Sturla mælist með 2,5 prósent fylgi í nýrri könnunn Fréttablaðsins sem birtist í dag. Sturla verður því þátttakandi í kappræðum Stöðvar 2, sem fram fara í kvöld, ásamt Andra Snæ Magnasyni, Davíð Oddssyni, Guðna Th. Jóhannessyni og Höllu Tómasdóttur. „Ég veit samt ekki hvað er að marka þessa könnun. 65 ára og eldri eru aldrei teknir með í svona kannanir. Ég held ég eigi mun meiri stuðning,“ segir Sturla. Máli sínu til stuðnings vísar hann í kannanir Hringbrautar og Útvarps Sögu auk mælinga sem orðið hafa á vegi hans á Facebook. „Í þeim könnunum er ég að mælast með allt að fjörutíu prósent fylgi. Ég spái ekki of í slíkum könnunum. Það sem skiptir mestu máli er þegar það er talið upp úr kössunum.“ Á döfinni hjá Sturlu er undirbúningur fyrir kappræðurnar í kvöld á Stöð 2 og á morgun hjá RÚV. Síðan eru fjöldamörg viðtöl áætluð í dag, þar á meðal á Útvarpi Sögu. „Ef ég næ kjöri hugsa ég að fyrstu dagarnir fari í að vera í stuttri starfskynningu hjá Ólafi og starfsfólki forsetaembættisins,“ segir Sturla aðspurður um sitt fyrsta embættisverk. „Síðan þegar ég hef verið vígður í embættið mun ég tafarlaust hefja vinnu við að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. Öll viljum við hana burt.“ Fari það svo að Sturla nái ekki kjöri ætlar hann heldur ekki að sitja auðum höndum. „Þá byrja ég bara að finna mér vinnu. Það er nóg til af henni handa mér,“ segir Sturla að lokum.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00 Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00 Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Tók eitt sinn flugferð í torfærukeppni Sturla Jónsson tekur Forsetaáskorun Vísis. 24. júní 2016 11:00
Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. 15. júní 2016 14:00
Tæplega helmingur segist styðja Guðna Þótt fylgi við Guðna Th. Jóhannesson haldi áfram að minnka hefur hann enn ríflegt forskot á aðra frambjóðendur. Halla Tómasdóttir bætir við sig 10 prósentum í nýrri könnun. Andri Snær og Davíð Oddsson eru nánast jafnir. 23. júní 2016 05:00