Rödd jarðar Andri Snær og 21. öldin Ásta Arnardóttir skrifar 23. júní 2016 14:52 Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst af framboði Andra Snæs þá fann ég uppstreymi innra með mér og löngun til að breiða út vængina og taka flugið. Það kom yfir mig svipuð tilfinning einsog á fjöllum þegar augnablikið er víðáttumikið og innihaldsríkt og tengingin við eilífðina eins og raungerist í tilvist öræfablóms á Sprenigsandi, söng himbrimans á Langasjó, ylminum af hreindýrahjörð á Kringilsárrana. Einhver ólýsanleg von og fögnuður fyllir hjartað. Ég ætla að kjósa Andra Snæ til forseta vegna þess að jörðin þarf á því að halda. Andri Snær hefur fylgt sínum hjartans málum í tugi ára á skapandi og djúpstæðan hátt. Hann hefur tekið virkan þátt í að vernda náttúruna og efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar, hann hefur hlúð að barnamenningu og sköpunargáfu barna og gefið ferska nærveru sína í hugmyndaspmiðjur og samsköpun meðal ólíkra fyrirtæka og fagaðila. Það sem einkennir alla hans nálgun er traust, opinn og frjáls hugur með djúpt innsæi og sprúðlandi sköpunargáfu. Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. Það er eitt mál sem er mál málanna í dag og það er náttúruvernd. Eins og Andri Snær kom að í ræðu sinni á kosningafundi í gær þá er móðurfrétt allra frétta hlýnun jarðar og allir mánuðir þessa árs hafa mælst heitustu mánuðir jarðar síðan mælingar hófust. Jörðin þarf á fulltrúum að halda. Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref. Það má segja að lífríki jarðarinnar sé á síðustu mínútu leiktímans en við vonumst eftir framlengingu og sigurmarkinu. Við þurfum góða leikmenn í allar stöður og forseti Íslands gegnir mikilvægri stöðu, samsköpun þjóðanna á 21. öldinni snýst um að bjarga jörðinni. Það sem þarf er kærleikur, þekking og viljinn til verka. Jörðin er gömul og geymir djúpstæð lögmál visku og kærleika. Andri Snær er skýr og afdráttarlaus rödd jarðarinnar. Núna er tækifæri takk fyrir það Andri Snær.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun