Íslendingar fengu aðeins átta prósent miða í boði á Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2016 18:55 Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Það verða miklu fleiri Englendingar en Íslendingar á leik Íslands og Englands í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur fengið staðfestar upplýsingar frá Knattspyrnusambandi Evrópu, um skiptingu áhorfenda á leiknum á mánudagskvöldið. Það hefur verið mikið álag á starfsmönnum KSÍ enda beinist athygli heimsbyggðarinnar að íslenska liðinu. Leikurinn fer fram á Allianz Riviera leikvanginum í Nice sem tekur tæplega 36 þúsund manns í sæti. Völlurinn er nýr en hann var opnaður í september 2013. Það er orðið uppselt á leikinn og því engir fleiri miðar í boði fyrir íslenska stuðningsmenn. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður 365 á Evrópumótinu í Frakklandi, var í beinni frá Annecy í kvöld og ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og það er búið að vera í nóg að snúast. Ég ætlaði að gera rosalega mikið í dag en ég er ekki búin að gera nokkurn skapaðan hlut af því. Þetta er búið að vera ævintýri eins og allt annað hérna," sagði Klara. „Þetta eru aðallega miðafyrirspurnir því sem betur fer slepp ég alveg við fjölmiðlaáreitnina. Það sem beinist að mér eru miðamálin og svo gífurleg athygli erlendra fjölmiðla á okkur og liðinu. Það er nóg að snúast í þeirri deild líka," sagði Klara. Liggur fyrir hvað verða margir Íslendingar verða á vellinum í Nice? „Samkvæmt tölum sem við fengum áðan þá verða þrjú þúsund manns," sagði Klara. Þetta þýðir að Íslendingar verða aðeins átta prósent af áhorfendum í stúkunni á leik Íslands og Englands. Margar ástæður eru fyrir því en gríðarlegt álag var á miðasölukerfi UEFA í dag. Það má reikna með því að miklu fleiri Englendingar hafi keypt miða sem buðu upp á það að fylgja sínu liði alla leið í keppninni en slíkir miðar voru í boði í desember. Íslendingar hafa líklegt keypt mun færri slíka miða sem kom sér illa þegar svona fáir miðar voru í boði á leikinn.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05 Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07 Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56 Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Íslendingar streyma á O´Sullivans Barinn er risastór og stórt svæði sömuleiðis fyrir utan 22. júní 2016 10:05
Tíu þúsund Íslendingar mæta 30 þúsund Austurríkismönnum Það er eins gott að íslenskir stuðningsmenn brýni raustina vel á Stade de France í dag. 22. júní 2016 09:07
Ekki sérstök miðasala fyrir Íslendinga á leikinn í Nice Tækifærið til að kaupa miða á alla leiki Íslands á Evrópumeistaramótið í Frakklandi var í janúar. 23. júní 2016 10:56
Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA Fyrstur kemur, fyrstur fær. Margir munu sitja eftir með sárt ennið. 23. júní 2016 12:22