Bretar ganga úr Evrópusambandinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. júní 2016 06:25 Bjarni Einarsson Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Tæp 52% vildu ganga úr Evrópusambandinu og rétt rúmlega 48% vildu vera áfram. Pundið hefur fallið um tæp níu prósent í kjölfar úrslitanna. Margir hafa verið uggandi um efnahagslegar afleiðingar þess að ganga úr Evrópusambandinu. En Mark Boleat í City of London minnti á að fjármálamiðja London hefði þrifist í meira ein þúsund ár og myndi halda áfram að gera það. Það yrði ekki áhlaup á banka og fjármálastofnanir. „Við erum enn miðja fjármála fimmta stærsta hagkerfis í heimi. Verkefnið okkar núna er að virða vilja bresks almennings og tryggja besta mögulega samning í viðræðum sem fylgja úrslitunum,“ sagði Mark. Í gær sagði Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) og einn harðasti andstæðingur ESB-aðildar Bretlands, að svo virtist sem að Bretar hefðu kosið með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orð Nigels eru skiljanleg því síðustu skoðanakannanir bentu til þess að Bretar kysu áframhaldandi veru í sambandinu með litlum mun. Hann fagnaði niðurstöðunni ákaft í nótt og lýsti yfir nýjum sjálfstæðisdegi Breta. Andstæðingar ESB-aðildar Breta unnu mikinn sigur í mörgum landshlutum, til dæmis Sunderland - nokkuð stærri en von var á. 61 prósent kjósa með útgöngu, 39 prósent með áframhaldandi aðild.Beina útsendingu Sky News má sjá hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Tæp 52% vildu ganga úr Evrópusambandinu og rétt rúmlega 48% vildu vera áfram. Pundið hefur fallið um tæp níu prósent í kjölfar úrslitanna. Margir hafa verið uggandi um efnahagslegar afleiðingar þess að ganga úr Evrópusambandinu. En Mark Boleat í City of London minnti á að fjármálamiðja London hefði þrifist í meira ein þúsund ár og myndi halda áfram að gera það. Það yrði ekki áhlaup á banka og fjármálastofnanir. „Við erum enn miðja fjármála fimmta stærsta hagkerfis í heimi. Verkefnið okkar núna er að virða vilja bresks almennings og tryggja besta mögulega samning í viðræðum sem fylgja úrslitunum,“ sagði Mark. Í gær sagði Nigel Farage, formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP) og einn harðasti andstæðingur ESB-aðildar Bretlands, að svo virtist sem að Bretar hefðu kosið með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orð Nigels eru skiljanleg því síðustu skoðanakannanir bentu til þess að Bretar kysu áframhaldandi veru í sambandinu með litlum mun. Hann fagnaði niðurstöðunni ákaft í nótt og lýsti yfir nýjum sjálfstæðisdegi Breta. Andstæðingar ESB-aðildar Breta unnu mikinn sigur í mörgum landshlutum, til dæmis Sunderland - nokkuð stærri en von var á. 61 prósent kjósa með útgöngu, 39 prósent með áframhaldandi aðild.Beina útsendingu Sky News má sjá hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15