Bjarni Benediktsson: Ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar munu breytast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. Þá telur hann útgöngu Breta ekki upphafið að endalokum ESB heldur muni áherslurnar í Evrópusamvinnunni breytast. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það geti mjög góðir hlutir komið út úr því fyrir Ísland þar sem Bretland mun hafa mun meira frelsi til þess að semja á sínum forsendum við ríki eins og Ísland án allra málamiðlana við Evrópusambandsríkin,“ segir Bjarni í samtali við Vísi.Óraunhæft að ræða um inngöngu Íslands í ESB Hann segir að umræða um inngöngu Íslands í ESB sé algjörlega óraunhæf við þær aðstæður sem uppi eru í sambandinu. „Ég vil þó halda því til haga að það geta komið út úr þessu hlutir sem gætu breytt Evrópusambandinu. Eitt Evrópusamband þar sem allir gangast undir allt er óraunhæf hugmynd. Horfum bara í kringum okkur og hver niðurstaðan er í dag? Hún er svo að við erum með lönd eins og Ísland sem eru þátttakendur í innri markaðinum en hvorki með aðild að Evrópuþinginu né myntsambandinu en þó í Schengen. Svo eru lönd sem eru fullgildir meðlimir í ESB en ekki í myntsambandinu og ekki í Schengen,“ segir Bjarni og bendir á að önnur ríki, og þá sérstaklega þau sem hafa komið síðar inn í sambandið, hafi þurft að kyngja öllum matseðlinum, eins og hann orðar það.Evrópusamvinnan til endurskoðunar „Það hefur alltaf bara verið tímaspursmál í mínum huga hvenær leiðtogar Evrópuríkjanna ætluðu að viðurkenna það að Evrópusamvinnan myndi fara eftir mismunandi brautum þar sem menn gætu dálítið valið sér hversu djúpt þeir vildu fara í samstarf við önnur ríki og hversu hratt þeir vildu fara.“ Bjarni segir mikilvægt muna að Bretland er ekki farið úr ESB. Útganga landsins sem tekur talsvert langan tíma, eða um tvö ár, og á þeim tíma mun Bretland láta reyna á nýtt og endurnýjað samstarf við aðildarríkin. „Það má þess vegna segja að Evrópusamvinnan sjálf sé á vissan hátt til ákveðinnar endurskoðunar. Bretland er eitt af kjarnaríkjum Evrópusamvinnunnar og nú liggur fyrir að það vill semja upp á nýtt um samskiptin og leggja áherslu á að hverfa aftur til kjarnans.“Kjarni Evrópusamvinnunnar ekki verið undir gagnrýni Að mati Bjarna er þetta ekki upphafið að endalokum Evrópusambandsins. „Jafnvel hörðustu gagnrýnendur ESB vilja leggja áherslu á samvinnu, frjáls viðskipti, það að tryggja frið, virkja lýðræðið og að efla evrópsk viðskipti. Þessi kjarni Evrópusamvinnunnar hefur ekki verið undir gagnrýni. Þvert á móti held ég að þetta gefi mönnum tilefni til þess að staldra við og spyrja sig hvort það sé ekki kominn tími til að huga að þessu kjarnahlutverki. Ég held að Evrópusamvinnan sé alls ekki að liðast í sundur heldur munu áherslurnar breytast,“ segir Bjarni. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. Þá telur hann útgöngu Breta ekki upphafið að endalokum ESB heldur muni áherslurnar í Evrópusamvinnunni breytast. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það geti mjög góðir hlutir komið út úr því fyrir Ísland þar sem Bretland mun hafa mun meira frelsi til þess að semja á sínum forsendum við ríki eins og Ísland án allra málamiðlana við Evrópusambandsríkin,“ segir Bjarni í samtali við Vísi.Óraunhæft að ræða um inngöngu Íslands í ESB Hann segir að umræða um inngöngu Íslands í ESB sé algjörlega óraunhæf við þær aðstæður sem uppi eru í sambandinu. „Ég vil þó halda því til haga að það geta komið út úr þessu hlutir sem gætu breytt Evrópusambandinu. Eitt Evrópusamband þar sem allir gangast undir allt er óraunhæf hugmynd. Horfum bara í kringum okkur og hver niðurstaðan er í dag? Hún er svo að við erum með lönd eins og Ísland sem eru þátttakendur í innri markaðinum en hvorki með aðild að Evrópuþinginu né myntsambandinu en þó í Schengen. Svo eru lönd sem eru fullgildir meðlimir í ESB en ekki í myntsambandinu og ekki í Schengen,“ segir Bjarni og bendir á að önnur ríki, og þá sérstaklega þau sem hafa komið síðar inn í sambandið, hafi þurft að kyngja öllum matseðlinum, eins og hann orðar það.Evrópusamvinnan til endurskoðunar „Það hefur alltaf bara verið tímaspursmál í mínum huga hvenær leiðtogar Evrópuríkjanna ætluðu að viðurkenna það að Evrópusamvinnan myndi fara eftir mismunandi brautum þar sem menn gætu dálítið valið sér hversu djúpt þeir vildu fara í samstarf við önnur ríki og hversu hratt þeir vildu fara.“ Bjarni segir mikilvægt muna að Bretland er ekki farið úr ESB. Útganga landsins sem tekur talsvert langan tíma, eða um tvö ár, og á þeim tíma mun Bretland láta reyna á nýtt og endurnýjað samstarf við aðildarríkin. „Það má þess vegna segja að Evrópusamvinnan sjálf sé á vissan hátt til ákveðinnar endurskoðunar. Bretland er eitt af kjarnaríkjum Evrópusamvinnunnar og nú liggur fyrir að það vill semja upp á nýtt um samskiptin og leggja áherslu á að hverfa aftur til kjarnans.“Kjarni Evrópusamvinnunnar ekki verið undir gagnrýni Að mati Bjarna er þetta ekki upphafið að endalokum Evrópusambandsins. „Jafnvel hörðustu gagnrýnendur ESB vilja leggja áherslu á samvinnu, frjáls viðskipti, það að tryggja frið, virkja lýðræðið og að efla evrópsk viðskipti. Þessi kjarni Evrópusamvinnunnar hefur ekki verið undir gagnrýni. Þvert á móti held ég að þetta gefi mönnum tilefni til þess að staldra við og spyrja sig hvort það sé ekki kominn tími til að huga að þessu kjarnahlutverki. Ég held að Evrópusamvinnan sé alls ekki að liðast í sundur heldur munu áherslurnar breytast,“ segir Bjarni.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39