Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu nú í hádeginu.
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í riðli 3 ásamt ZFK Spartak frá Serbíu, NSA Sofia frá Búlgaría og velska liðinu Cardiff Met.
Riðilinn verður leikinn í Wales 23.-28. ágúst. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Breiðablik tekur þátt í Evrópukeppni.
Þá tóku Blikar einnig þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og komust upp úr sínum riðli. Franska liðið Juvisy sló Breiðablik svo úr leik í 32-liða úrslitunum, 9-0 samanlagt.
Blikastúlkur fara til Wales
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

Garnacho ekki í hóp
Enski boltinn