Brot safnar fyrir frumraun sinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 14:30 Hljómsveitin Brot (f.v.) Gunnar, Jóhann, Arnar og Óskar eru allir reynsluboltar í rokkinu. Vísir/Brot Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög