Bernie Sanders hefur í fyrsta sinn greint frá því að hann komi til með að greiða atkvæði með Hillary Clinton í komandi forsetakosningum sem fram fara í nóvember.
Sanders greindi frá þessu í samtali við MSNBC í dag, þar sem fréttamaður spurði hann beint hvort hann ætli sér að kjósa Clinton í forsetakosningunum.
„Já. Það mikilvæga er að ég ætla að allt sem í mínu valdi stendur til að sigra Donald Trump. Ég tel að ef Donald Trump yrði kjörinn forseti yrði það á allan hátt stórslys,“ segir Sanders.
Sanders og Clinton hafa síðustu mánuði barist um hver verði forseta efni Demókrataflokksins í haust.
Flokksþing Demókrataflokksins fer fram í Philadelphia í Pennsylvaníu dagana 25. til 28. júlí. Clinton hefur þegar tryggt sér atkvæði nægilega margra fulltrúa.

