Skoðun

„Þjóðhetjurnar“ - Óður til strákanna okkar á EM

Ívar Halldórsson skrifar
Þegar okkar landsmenn vinna dáðir á erlendri grundu er við hæfi að heiðra þá með einhverjum hætti. Strákarnir okkar hafa svo sannarlega vakið heimsathygli með seiglu sinni, hugprýði og hetjuskap á EM. 

Hátterni þeirra og drengskapur hefur verið til fyrirmyndar á mótinu og ég verð að viðurkenna að ég er mjög stoltur af þeim. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyllist af einhvers konar yndislegri þjóðarást - en svo sannarlega er ég stoltur af því að vera Íslendingur í dag í ljósi afreka strákanna á EM.

Þessi óður er mín leið til að þakka strákunum okkar, og að sjálfsögðu einnig Gumma Ben, fyrir frábæra og jákvæða landkynningu og fyrirmyndar frammistöðu á EM-mótinu: 

Þjóðhetjurnar

Skunda þeir frá skrýtnu skeri

Skotfastir og skeleggir

Drengir dáðir

Í EM skráðir

Massaðir sem múrveggir

Hræðast hvorki hót né hæðni

Hrikalega hógværir

Hvergi smeykir

Klárir, keikir

Engir vegir ófærir

Víkingar á völdum velli

Virtir, vænir, vongóðir

Heilla heiminn

draga ei seiminn

Hæverskir og hugmóðir

Hannes Halldórs hvergi hopar

hetja klár í harkinu

Fram sig leggur

Eins manns veggur

Martröð manna í markinu

Gummi Ben er göldrum gæddur

Geðshræringu glittir í

þegar liðið

eftir miðið

hornið marksins hittir í

Hetjurnar okkar skjótt hrifu heiminn

Nú hugur margra á heima hér

Með lúðra og fána

syngjum "Öxar við ána"

Guðs Ísland, nú enginn mun gleyma þér

(Höfundur: Ívar Halldórsson)




Skoðun

Skoðun

Vertu drusla!

Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×