Aðeins eitt mark var skorað en það gerði hin 18 ára Esther Rós Arnarsdóttir á 73. mínútu eftir að skalli Fanndísar Friðriksdóttur fór í stöngina.
Þetta var annað mark Estherar í sumar en hún lék sem lánsmaður með ÍBV í fyrra.
Það gengur hvorki né rekur hjá Fylki sem hefur ekki enn unnið leik í Pepsi-deildinni í sumar; gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum. Liðið hefur aðeins skorað fjögur mörk en aðeins FH hefur gert færri (2).

Með sigrinum komst Þór/KA upp í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur halað inn átta stig í fyrstu fimm umferðunum.
FH er í sætinu fyrir neðan en nýliðarnir hafa tapað tveimur leikjum í röð eftir frábæra byrjun á tímabilinu.
Landsliðskonan Sandra María Jessen kom Þór/KA yfir á 37. mínútu eftir sendingu frá nöfnu sinni, Stephany Mayor Gutierrez. Þetta var fjórða mark Söndru Maríu í deildinni á tímabilinu.
Staðan var 0-1 í hálfleik og allt fram á 60. mínútu þegar hin mexíkóska Gutierrez skoraði sitt annað deildarmark í sumar.
Andrea Mist Pálsdóttir jók muninn í 0-3 fimm mínútum síðar og Natalia Ines Gomez Junco Esteva skoraði svo fjórða markið tíu mínútum fyrir leikslok.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af urslit.net og fotbolti.net.