EM dagbók: Besta úr báðum heimum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2016 10:00 Jóhann Berg, Gylfi Þór, Aron Einar og Hannes Þór. Vísir/Vilhelm Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Við fjölmiðlamenn í Frakklandi erum saman öllum tímum, eða svo gott sem. Í gærkvöldi, á hótelinu okkar í Annecy, fengum við að horfa á Jökulinn logar, heimildamyndina um íslenska landsliðið í undankeppninni. Kunnum við Sölva og Sævari bestu þakkir fyrir að koma myndinni til okkar. Ég hafði ekki séð myndina áður. Og það sem myndinni tekst er að færa manni nær landsliðinu. Henni tekst að leyfa manni að skyggnast aðeins á bak við tjöldin. Það er svo sem enginn stór leyndardómur afhjúpaður en það sem er fyrst og fremst gaman að sjá er hvernig samskiptin eru. Hlátrasköllin í rútunni, spilin á hótelinu og spjallið í sjúkraþjálfaraherberginu. Í myndinni sást greinilega það sem Eiður Smári talaði um á blaðamannafundinum í gær. Að samheldnin í landsliðinu hefði aldrei verið jafn mikil á þeim 20 árum sem hann hefur verið í landsliðinu. Það er það sem stendur upp úr eftir að hafa horft á myndina - að íslenska landsliðinu tókst að leggja stórþjóðir í knattspyrnu að velli með skipulag og samheldni að vopni. Þetta þema hefur haldið áfram á EM í Frakklandi. Stærsta ástæðan fyrir því að við erum á leið í leik í 16-liða úrslitunum í keppninni er að íslenska vörnin hefur ekki brotnað. Ég átta mig á því að við höfum fengið á okkur mark í hverjum einasta leik í keppninni til þessa en það hefur einfaldlega ekki verið nóg til að brjóta íslenska liðið niður. Okkar menn hafa ávallt átt svar. Skipulagið hefur verið aðalsmerki varnarleiks íslenska liðsins. En samheldnin og óþrjótandi vilji leikmanna til að ná lengra og gera enn betur en áður hefur fært það á þann stað sem það er komið á. Heimir Hallgrímsson hafði það á orði í myndinni að nýju knattspyrnuhallirnar og sú staðreynd að íslensk ungmenni gætu í dag stundað íþróttina allan ársins hring myndi leiða af sér að Ísland myndi ala af sér annars konar knattspyrnumenn og -konur en hingað til. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og má vel vera að það verði svo í framtíðinni. En í dag erum við að njóta þess besta úr báðum heimum. Knattspyrnumennirnir okkar í dag eru alveg jafn miklir naglar og goðsagnir fyrri ára en fengu betra knattspyrnuuppeldi. Og eru þar af leiðandi betri knattspyrnumenn, heilt yfir. Ég vona að myndin gefi rétta mynd af landsliðinu og upplifun okkar sem standa fyrir utan liðið sé réttmæt. Ef svo er þá er engin ástæða til að óttast enskt landsliðið sem hefur átt í basli með að vinna leiki gegn varnarsinnuðum liðum. Íslenska landsliðið hefur að minnsta kostið unnið sér inn þann rétt að það beri að virða fyrir þá styrkleika sem liðið býr yfir og nýtir sér. Við eigum líka eftir nokkra ása í erminni. Gylfi Þór Sigurðsson á enn eftir að sýna sín bestu tilþrif á mótinu og það skal enginn efast um að Eið Smára þyrstir í að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína, hvað þá í leik gegn Englandi á stórmóti þar sem allt er undir. Uppskriftin er tilbúin. Við eigum ólseiga en góða knattspyrnumenn sem eru til í að vaða eld og brennistein fyrir land og þjóð. Við eigum líka leikmenn með einstaklingsgæði sem bíða bara eftir því að fá að blómtsra. Og við eigum líka knattspyrnuóða þjóð sem þráir líklega ekkert heitar en að slá England úr leik á stórmóti - og það helst í vítaspyrnukeppni. Það má vel vera að flestum þyki það galið að gera raunhæfar væntingar til þess að það verði hægt. En ég er viss um að trú leikmanna landsliðsins sé það sterk að þeir telja þetta bara eina hindrun á vegferðinni sinni, sem ekki sér enn fyrir endann á.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð