Flestir þeir sem fréttastofa Stöðvar 2 tók tali í dag sögðust sáttir með að Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafi í gær verið kjörinn forseti Íslands. Hann hlaut 39,08 prósent atkvæða.
Þórhildur Þorkelsdóttir tók nokkra vegfarendur tali í Bónus á Granda í dag og spurði þá út í skoðun sína á nýjum forseta landsins. Svörin má sjá í spilaranum hér að ofan.

