Lið framtíðarinnar í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 07:30 Eric Dier fagnar marki með þeim Dele Alli og Wayne Rooney. Vísir/EPA Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn „No more years of hurt“. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í enska landsliðinu á síðustu árum en það er með einn allra yngsta hópinn á Evrópumótinu og gríðarlega spennandi leikmenn eins og Harry Kane, Dele Alli, Eric Dier, Raheem Sterling og fleiri. Eini gamli jálkurinn sem eftir er heitir Wayne Rooney sem er mættur á sitt sjöunda stórmót. Enska liðið er mjög spennandi en stórmótareynslan er ekki mikil og af því hafa enskir sparkspekingar miklar áhyggjur. „Þetta lið toppar eftir svona 2-3 ár“ sagði einn enskur blaðamaður við Fréttablaðið. Þeir sætta sig við að komast í undanúrslit á mótinu og Hodgson gæti haldið starfinu bara með því að vinna Ísland. Þetta óreynda lið er í vandræðum hvað varðar að komast langt í mótinu. Það datt kannski í lukkupottinn með að mæta Íslandi í 16 liða úrslitunum en fyrst því tókst ekki að vinna riðilinn er það í erfiðari hluta útsláttarkeppninnar og þarf að fara í gegnum bestu lið álfunnar ætli það að vinna mótið. Þar á meðal Ísland. Spilamennska enska liðsins í Frakklandi hefur verið upp og niður. Liðið drottnaði yfir leiknum gegn Rússlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar en tókst að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndunum. Frammistaðan í seinni hálfleik gegn Wales lofaði mjög góðu; ekta ensk barátta með miklum gæðum og endurkomusigur. En svo gerði Hodgson það sem enskir sparkspekingar eru svo óánægðir með. Hann hvíldi fimm byrjunarliðsmenn í lokaleiknum gegn Slóvakíu þar sem liðið þurfti sigur til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Þar fór svolítið stígandin í liðinu en besta lið Englands gæti verið úr takti eftir að hafa ekki spilað saman leik sem skiptir verulegu máli í tíu daga.Wayne Rooney.Vísir/EPA Sá markahæsti í nýju hlutverki Sama hvaða skoðun menn hafa á Wayne Rooney er hann mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins. Hann er fyrirliðinn, markahæsti leikmaður þess frá upphafi og spilar sinn 115. landsleik þegar hann mætir Íslandi. Ellefu landsleikir í viðbót og Rooney verður bæði marka- og landsleikjahæsti leikmaður enska landsliðsins í sögunni en hann skorar í næstum öðrum hvorum leik. Rooney spilar ekki lengur sem fremsti maður heldur sem fremsti miðjumaður líkt og hann hefur verið að gera undanfarna mánuði hjá Manchester United. Þar nýtist yfirsýn hans og sendingargeta auk óbilandi baráttuvilja ágætlega og gerir enska liðinu mögulegt að spila mönnum sem eru að skora meira en Rooney. Rooney mætti Íslandi í síðasta leik fyrir EM 2004 sem var hans fyrsta stórmót. Þar fór hann algjörlega á kostum og mögulega hefði enska liðið unnið mótið ef hann hefði ekki meiðst í undanúrslitaleiknum. Það voru enn ein sárindin fyrir England. Þetta gæti verið síðasta tækifæri Rooneys til að gera stóra hluti á stórmóti og hann veit af því.Niðurbrotnir enskir landsliðsmenn eftir tap í vítakeppni á EM 2012.Vísir/Getty Hafa tapað sex af sjö vítaspyrnukeppnum sínum Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. Enska landsliðið hefur nefnilega sex sinnum dottið út á stórmóti eftir tap í vítakeppni, þrisvar sinnum á HM og þrisvar sinnum á EM. Englendingar hafa aðeins unnið eina af sjö vítakeppnum sínum á stórmótum og sá sigur var á móti Spáni í átta liða úrslitum á EM 1996. Síðan þá hefur enska liðið dottið út í vítakeppni í undanúrslitum á EM 1996, í sextán liða úrslitum á HM 1998, í átta liða úrslitum á EM 2004, í átta liða úrslitum á HM 2006 og í átta liða úrslitum á EM 2012 þegar enska liðið tapaði á móti Ítölum í vító. Ensku leikmennirnir hafa alls klikkað á tólf vítaspyrnum í þessum sjö vítakeppnum og meðal þeirra eru Gareth Soutagte, Paul Ince, David Batty, David Beckham, Steven Gerrard og Jamie Carragher. Jú, það er af nógu að taka þegar kemur að enskum skúrkum í vítakeppnum í gegnum tíðina. Hvort þeim fjölgi í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.Vísir/EPABlaðamaðurinn John Cross hjá Daily MirrorTap verstu úrslit enska liðsins frá upphafi Enska liðið hefur helst áhyggjur af því fyrir leikinn gegn Íslandi hvernig því tekst að brjóta niður íslensku vörnina. Ísland hefur sýnt að það er sterkt varnarlið og þrátt fyrir að enska liðið sé ríkt af góðum framherjium, hefur það átt í vandræðum með að skora í Frakklandi. Þar að auki er England mun sigurstranglegri aðilinn í þessum leik í augum stuðningsmanna. Það er því mikil pressa sett á England sem hefur ekki enn náð sínu besta fram á mótinu. Mikilvægi leiksins er öllum ljóst. Líka Roy Hodgson. Hann er að berjast fyrir lífi sínu því hann þarf að komast í 8-liða úrslit til að fá nýjan samning. Tap yrði einfaldlega skelfileg úrslit, ekki bara fyrir hann heldur einnig fyrir sjálft liðið. Það mætti bera mögulegt tap fyrir Íslandi við óvænt tap Englands fyrir Bandaríkjunum árið 1950 sem hafa lengi verið talin verstu úrslit enska liðsins á stórmóti frá upphafi. En tap gegn Íslandi yrði að mínu mati enn verra og flokkað sem það versta frá upphafi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn „No more years of hurt“. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í enska landsliðinu á síðustu árum en það er með einn allra yngsta hópinn á Evrópumótinu og gríðarlega spennandi leikmenn eins og Harry Kane, Dele Alli, Eric Dier, Raheem Sterling og fleiri. Eini gamli jálkurinn sem eftir er heitir Wayne Rooney sem er mættur á sitt sjöunda stórmót. Enska liðið er mjög spennandi en stórmótareynslan er ekki mikil og af því hafa enskir sparkspekingar miklar áhyggjur. „Þetta lið toppar eftir svona 2-3 ár“ sagði einn enskur blaðamaður við Fréttablaðið. Þeir sætta sig við að komast í undanúrslit á mótinu og Hodgson gæti haldið starfinu bara með því að vinna Ísland. Þetta óreynda lið er í vandræðum hvað varðar að komast langt í mótinu. Það datt kannski í lukkupottinn með að mæta Íslandi í 16 liða úrslitunum en fyrst því tókst ekki að vinna riðilinn er það í erfiðari hluta útsláttarkeppninnar og þarf að fara í gegnum bestu lið álfunnar ætli það að vinna mótið. Þar á meðal Ísland. Spilamennska enska liðsins í Frakklandi hefur verið upp og niður. Liðið drottnaði yfir leiknum gegn Rússlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar en tókst að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndunum. Frammistaðan í seinni hálfleik gegn Wales lofaði mjög góðu; ekta ensk barátta með miklum gæðum og endurkomusigur. En svo gerði Hodgson það sem enskir sparkspekingar eru svo óánægðir með. Hann hvíldi fimm byrjunarliðsmenn í lokaleiknum gegn Slóvakíu þar sem liðið þurfti sigur til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Þar fór svolítið stígandin í liðinu en besta lið Englands gæti verið úr takti eftir að hafa ekki spilað saman leik sem skiptir verulegu máli í tíu daga.Wayne Rooney.Vísir/EPA Sá markahæsti í nýju hlutverki Sama hvaða skoðun menn hafa á Wayne Rooney er hann mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins. Hann er fyrirliðinn, markahæsti leikmaður þess frá upphafi og spilar sinn 115. landsleik þegar hann mætir Íslandi. Ellefu landsleikir í viðbót og Rooney verður bæði marka- og landsleikjahæsti leikmaður enska landsliðsins í sögunni en hann skorar í næstum öðrum hvorum leik. Rooney spilar ekki lengur sem fremsti maður heldur sem fremsti miðjumaður líkt og hann hefur verið að gera undanfarna mánuði hjá Manchester United. Þar nýtist yfirsýn hans og sendingargeta auk óbilandi baráttuvilja ágætlega og gerir enska liðinu mögulegt að spila mönnum sem eru að skora meira en Rooney. Rooney mætti Íslandi í síðasta leik fyrir EM 2004 sem var hans fyrsta stórmót. Þar fór hann algjörlega á kostum og mögulega hefði enska liðið unnið mótið ef hann hefði ekki meiðst í undanúrslitaleiknum. Það voru enn ein sárindin fyrir England. Þetta gæti verið síðasta tækifæri Rooneys til að gera stóra hluti á stórmóti og hann veit af því.Niðurbrotnir enskir landsliðsmenn eftir tap í vítakeppni á EM 2012.Vísir/Getty Hafa tapað sex af sjö vítaspyrnukeppnum sínum Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. Enska landsliðið hefur nefnilega sex sinnum dottið út á stórmóti eftir tap í vítakeppni, þrisvar sinnum á HM og þrisvar sinnum á EM. Englendingar hafa aðeins unnið eina af sjö vítakeppnum sínum á stórmótum og sá sigur var á móti Spáni í átta liða úrslitum á EM 1996. Síðan þá hefur enska liðið dottið út í vítakeppni í undanúrslitum á EM 1996, í sextán liða úrslitum á HM 1998, í átta liða úrslitum á EM 2004, í átta liða úrslitum á HM 2006 og í átta liða úrslitum á EM 2012 þegar enska liðið tapaði á móti Ítölum í vító. Ensku leikmennirnir hafa alls klikkað á tólf vítaspyrnum í þessum sjö vítakeppnum og meðal þeirra eru Gareth Soutagte, Paul Ince, David Batty, David Beckham, Steven Gerrard og Jamie Carragher. Jú, það er af nógu að taka þegar kemur að enskum skúrkum í vítakeppnum í gegnum tíðina. Hvort þeim fjölgi í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.Vísir/EPABlaðamaðurinn John Cross hjá Daily MirrorTap verstu úrslit enska liðsins frá upphafi Enska liðið hefur helst áhyggjur af því fyrir leikinn gegn Íslandi hvernig því tekst að brjóta niður íslensku vörnina. Ísland hefur sýnt að það er sterkt varnarlið og þrátt fyrir að enska liðið sé ríkt af góðum framherjium, hefur það átt í vandræðum með að skora í Frakklandi. Þar að auki er England mun sigurstranglegri aðilinn í þessum leik í augum stuðningsmanna. Það er því mikil pressa sett á England sem hefur ekki enn náð sínu besta fram á mótinu. Mikilvægi leiksins er öllum ljóst. Líka Roy Hodgson. Hann er að berjast fyrir lífi sínu því hann þarf að komast í 8-liða úrslit til að fá nýjan samning. Tap yrði einfaldlega skelfileg úrslit, ekki bara fyrir hann heldur einnig fyrir sjálft liðið. Það mætti bera mögulegt tap fyrir Íslandi við óvænt tap Englands fyrir Bandaríkjunum árið 1950 sem hafa lengi verið talin verstu úrslit enska liðsins á stórmóti frá upphafi. En tap gegn Íslandi yrði að mínu mati enn verra og flokkað sem það versta frá upphafi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira