Nú mega lömbin sparka Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson var brosandi á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Einu sinni sem oftar spilar íslenska landsliðið í fótbolta sinn stærsta leik frá upphafi þegar það mætir Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 í kvöld klukkan 19.00 að íslenskum tíma á Allianz Riviera-vellinum í Nice. Þessi leikur er svo sannarlega sá stærsti. Loksins fær íslenska þjóðin tækifæri til að sjá strákana okkar máta sig gegn stjörnunum úr ensku úrvalsdeildinni. Þó íslenskir stuðningsmenn verði kannski með stjörnur í augunum verður það sama ekki sagt um leikmenn íslenska liðsins. Þeir hafa fyrir löngu sýnt að stærri fótboltaþjóðir fá ekkert gefins hjá þeim. „Það þekkja allir strákarnir í liðinu leikmenn Englands. Ég þarf ekkert að gefa þeim nein ráð,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á vellinum í gær. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, gerði mikið úr þessum merka viðburði og dró ekkert undan aðspurður hvað myndi gerast ef íslenska liðinu tækist að vinna það enska. „Þeir hafa nú þegar unnið hug og hjörtu allra Íslendinga fyrir frammistöðu sína í leikjunum á EM. Það er alveg ljóst að með góðri frammistöðu gegn Englandi á morgun munu þeir koma út sem sigurvegarar, sama hvernig fer. Ef við vinnum England, þá mun líf leikmannanna breytast og okkar allra. Íslenskur fótbolti mun gengishækka og mun breytast hvernig talað verður um hann. Það verður öðruvísi í framtíðinni,“ sagði Heimir.Strákarnir á æfingu í Nice í gær.Vísir/VilhelmEkki eins og 2004 Ísland og England hafa aðeins mæst tvisvar sinnum og í bæði skiptin var um að ræða vináttuleik. Fyrst mættust liðin árið 1982 og svo aftur árið 2004 á æfingamóti í Manchester þar sem tóku þátt England, Ísland og Japan. Þarna var enska liðið að gera sig klárt fyrir EM í Portúgal með ungstirnið Wayne Rooney sem sína helstu vonarstjörnu. Hann skoraði alveg frábært mark í 6-1 sigri Englendinga sem notuðu íslenska liðið sem boxpúða til að berja í sig sjálfstraust fyrir átökin á Evrópumótinu. Fyrir leik voru leikmenn Íslands látnir vita að það væri ekki í boði fyrir þá að tækla ensku leikmennina eða vera í of mikilli snertingu við þá og því fór sem fór. Á þessum tíma var íslenska liðið nokkuð gott en það hafði rétt misst af sæti í umspili um sæti á EM 2004 og var í 65. sæti heimslistans, 58 sætum á eftir Englandi. En leikurinn var settur upp sem íslensk lömb á leið til slátrunar til að gefa enska liðinu og enskri þjóð von fyrir næsta stórmót. Það er ansi margt tekið úr leik leikmanna eins og Heiðars Helgusonar og Hermanns Hreiðarssonar ef þeir mega varla snerta mótherjann. Í kvöld verður ekkert svona rugl. Ísland er ekki nema 23 sætum á eftir enska liðinu á heimslistanum og komið jafnlangt og það í mótinu með sama stigafjölda. Stjörnurnar eru stærri í enska liðinu en samheldnin í því íslenska er án hliðstæðu. Íslenska landsliðið í dag treystir ekkert bara á vont veður, tæklingar og læti eins og allir vita. Liðið er ekki komið þetta langt á þeim gildum heldur skipulagi, gæðum og gríðarlegri samheldni. En okkar strákar geta alveg látið finna fyrir sér og það er ekki bannað í kvöld. Nú mega lömbin sparka.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira