Kosningauppeldi Helga Vala Helgadóttir skrifar 27. júní 2016 00:00 Ég er algjört kosninganörd. Kjördagur er hátíðisdagur hjá fjölskyldunni. Við klæðum okkur upp á, skundum á kjörstað og höldum veislu að kvöldi. Stórfjölskyldan kemur saman og skráir samviskusamlega nýjustu tölur frá kjörstjórnum og svo er beðið framundir morgun eftir síðustu tölum úr Reykjavík. Krakkarnir mínir hafa vanist því að fjölskyldan taki kosningaréttinn alvarlega en þau hafa líka alist upp við skoðanaskipti, að það kjósi ekki allir það sama og að stundum séu pabbi og mamma himinlifandi eða rasandi bit yfir niðurstöðunum nú eða jafnvel mjög sátt þó að þeirra flokkur, fylking eða fólk hafi beðið lægri hlut. Dræm kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni um alla veröld. Í kosningunum í Bretlandi á dögunum um útgöngu Breta úr ESB mætti unga fólkið ekki á kjörstað og hafði fjarvera þess afgerandi áhrif á niðurstöðurnar. Meirihluti unga fólksins virtist fylgjandi áframhaldandi veru í sambandinu en mætti svo ekkert á kjörstað þó að niðurstaðan hefði líkast til mun meiri áhrif á þeirra framtíð en þeirra sem eldri eru. Það þarf að ala börn upp í virkri kosningaþátttöku og þar eigum við að byrja strax í grunnskóla. Kennum þeim á kosningakerfið, hvernig lýðræðið virkar og hvaða áhrif það hefur að taka ekki þátt. Látum af þeim ósið að banna kosningaumræður í menntaskólum í aðdraganda kosninga enda dynur margt verra á ungu fólki í dag en fólk í framboði með skoðanir á hinu og þessu. Kosningaréttur er grundvallarréttur sem ber að hafa í heiðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun
Ég er algjört kosninganörd. Kjördagur er hátíðisdagur hjá fjölskyldunni. Við klæðum okkur upp á, skundum á kjörstað og höldum veislu að kvöldi. Stórfjölskyldan kemur saman og skráir samviskusamlega nýjustu tölur frá kjörstjórnum og svo er beðið framundir morgun eftir síðustu tölum úr Reykjavík. Krakkarnir mínir hafa vanist því að fjölskyldan taki kosningaréttinn alvarlega en þau hafa líka alist upp við skoðanaskipti, að það kjósi ekki allir það sama og að stundum séu pabbi og mamma himinlifandi eða rasandi bit yfir niðurstöðunum nú eða jafnvel mjög sátt þó að þeirra flokkur, fylking eða fólk hafi beðið lægri hlut. Dræm kosningaþátttaka ungs fólks er áhyggjuefni um alla veröld. Í kosningunum í Bretlandi á dögunum um útgöngu Breta úr ESB mætti unga fólkið ekki á kjörstað og hafði fjarvera þess afgerandi áhrif á niðurstöðurnar. Meirihluti unga fólksins virtist fylgjandi áframhaldandi veru í sambandinu en mætti svo ekkert á kjörstað þó að niðurstaðan hefði líkast til mun meiri áhrif á þeirra framtíð en þeirra sem eldri eru. Það þarf að ala börn upp í virkri kosningaþátttöku og þar eigum við að byrja strax í grunnskóla. Kennum þeim á kosningakerfið, hvernig lýðræðið virkar og hvaða áhrif það hefur að taka ekki þátt. Látum af þeim ósið að banna kosningaumræður í menntaskólum í aðdraganda kosninga enda dynur margt verra á ungu fólki í dag en fólk í framboði með skoðanir á hinu og þessu. Kosningaréttur er grundvallarréttur sem ber að hafa í heiðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun