Forsetar og frúr saman í Nice Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júní 2016 13:24 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á Nice í dag. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni. EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson nýkjörinn forseti Íslands og Eliza Reid kona hans eru mætt til Nice í Frakklandi ásamt elsta syni sínum þar sem þau munu fylgjast með leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og eiginkona Dorrit Moussaieff verða einnig á leiknum og hittust núverandi og tilvonandi forsetahjón í Nice í dag. Vísir náði tali af Guðna eftir myndatökuna og sagði hann að mjög vel hefði farið á með þeim Ólafi. „Fyrir mig sem er að stökkva inn í alveg nýjan heim er mikils virði að geta þegið ráð af eins reyndum manni og Ólafi Ragnari,“ segir Guðni en aðspurður segist hann þó ekki hafa fengið nein ráð í dag, þeir hafi bara verið að spjalla saman. Blaðamaður kveðst hafa heyrt af því að margir Íslendingar í Nice hafa viljað fá af sér „selfie“ með Guðna í dag. Hann er ekki með nákvæma tölu á hversu mörgum „selfies“ hann er á en segir það ánægju og heiður að verða við því ef einhver biður um mynd af sér með honum. „Þetta er bara hluti af þeirri breytingu sem felst í því að hætta að vera sagnfræðingur og háskólakennari og verða forseti. Ég man ekki til þess að einhver hafi beðið um „selfie“ með mér á göngunum í háskólanum þegar ég var að kenna þar,“ segir Guðni léttur. Hann segir mjög gaman að vera kominn til Nice. „Fyrst og fremst er gaman að finna gleðina, einlægninga og stoltið. Íþróttir eru ágætur vettvangur til að sýna ættjarðarást og hér líður öllum vel. Það þarf síðan ekki að taka það fram að framkoma Íslendinga er til fyrirmyndar.“ Guðni og Eliza verða í almennum sætum á leiknum í kvöld ásamt syni sínum en Ólafur og Dorrit í heiðursstúkunni.
EM 2016 í Frakklandi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55 Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00
Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunum Rúmlega þúsund atkvæði voru ógild í kosningunum um helgina og notuðu kjósendur ýmsar aðferðir við að ógilda atkvæðið. 27. júní 2016 12:55
Úttekt Guardian: Þetta eru veikleikarnir í íslenska liðinu sem England þarf að nýta sér Íslendingar halda ekki boltanum, eru veikir fyrir vinstra megin í vörninni og löng innköst aðalvopnið að sögn Michael Cox. 27. júní 2016 12:45