Þannig ræðir norska blaðið Verdens Gang við tvo þekkta þarlenda lýsendur – þá Morten Langli og Arne Scheie – sem eru á sitt hvorri skoðun um Gumma og lýsingar hans.
Guðmundur missti fullkomlega stjórn á tilfinningum sínum þegar Íslendingar tryggðu sér sigur á Austurríki í síðasta leik riðlakeppninnar og ástandið var svipað þegar Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum yfir á móti Englendingum í gærkvöld sem reyndist sigurmark leiksins.
Hinn 42 ára Langli, sem hefur lýst fótboltaleikjum á fjölda sjónvarpsstöðva í Noregi, lýsti yfir skoðun sinni á frammistöðu Gumma á Twitter í gærkvöldi. Sagði hann það vissulega skemmtilegt að fylgjast með lýsingum Íslendingsins en frá faglegum sjónarhóli er þetta ekki gott og kallar þetta „spastísk öskur“.
Mulig det er kult med han islandske kommentatoren, men faglig er det ikke bra kommentering. Spasmeskriking uten stemme.
— morten langli (@skolemorten) June 27, 2016
Det er i slike settinger man skal leverer klassiske linjer med gode poenger. Ikke bare syk skriking.
— morten langli (@skolemorten) June 27, 2016
„Einhvern tímann kemur þú á þann stað að þú hefur komið skilaboðunum á framfæri, og þú lýsir meira með hjartanu en heilanum. Þér líður þannig að það er fyrst og fremst gleðin sem þarf að fá útrás,“ segir Scheie.
Upplifðu eitt stærsta andartak íslenskrar knattspyrnusögu með Gumma Ben. https://t.co/kZsaTUAuHa
— Síminn (@siminn) June 22, 2016
Fólk hefur óskað eftir því að við bjóðum upp á mynd-í-mynd möguleika með lýsingum Gumma Ben. Svona liti það út. https://t.co/NZUBL6i0Ol
— Síminn (@siminn) June 23, 2016