Erlendar rútur raska ró Samtaka ferðaþjónustu Þórdís Valsdóttir skrifar 29. júní 2016 06:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til Ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent fyrirspurn til ríkisskattstjóra og tollayfirvalda vegna erlendra rútufyrirtækja sem starfa hér á landi. Um er að ræða rútur sem koma hingað til lands með Norrænu. „Það hefur viðgengist að erlendar rútur séu hér með erlenda starfsmenn en það sem er nýtt er að öll starfsemi hér á landi er varðar ferðamenn og flutning ferðamanna er virðisaukaskattskyld,“ segir Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Hann segir að samtökunum hafi borist ábendingar frá íslenskum ferðaþjónustuaðilum þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar séu starfandi hér á landi og greiði ekki virðisaukaskatt af þeirri starfsemi. Frá áramótum hafa fólksflutningar verið virðisaukaskattskyldir og tekur skattskyldan jafnt til innlendra sem erlendra fyrirtækja. Samkvæmt reglugerð um ýmis tollfríðindi er heimilt fyrir erlendar rútur að koma hingað til lands með tiltekinn hóp og fá þá akstursleyfi án greiðslu aðflutningsgjalda. Steinþór Ólafsson leiðsögumaður segir að mikið hafi borið á því að þeir erlendu aðilar sem koma hingað til lands stundi meiri starfsemi en heimilt er og taki marga hópa í hverri ferð, án þess að greiða tilskilin gjöld. Steinþór segir erlenda aðila undirbjóða íslenska markaðinn og að verð fyrir leigu á slíkum bílum sé töluvert lægra en gengur og gerist. „Launin eru líka mun lægri en við þekkjum hér, en einn bílstjóranna sagði mér að launin hans væru um 45 evrur á dag, eða um 6.500 krónur.“ Gunnar Valur bendir á mikilvægi þess að aðilar á markaði búi við sambærileg samkeppnisskilyrði hvað varðar skil á sköttum. Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður í Keflavík, segir að tollayfirvöld hafi reynt að uppræta slíka starfsemi. „Þegar gert er út á það að undirbjóða og taka marga hópa til lengri tíma þá reynum við að stoppa það eins og við getum,“ segir Kári. Hann segir þó að erfitt geti reynst að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra hefur embættið á hendi öflugt eftirlit meðal annars með því að leggja mat á ábendingar sem berast. Embættið hefur hins vegar ekki heimild til að veita upplýsingar um einstaka mál. Gunnar Valur segir að málið sé nú í ferli hjá þar til bærum eftirlitsaðilum sem fara með málið samkvæmt gildandi lögum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júní.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira