Brexit I og II Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júní 2016 11:00 Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu. Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Bretar ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu í liðinni viku að segja sig úr Evrópusambandinu. Hinn svokallaði Brexit er því orðinn að veruleika. Nokkrum dögum síðar féllu Englendingar, stærsta þjóðin á Bretlandseyjum, út úr Evrópu í annað sinn á nokkrum dögum. Nú sjálfri Evrópukeppninni í knattspyrnu, og það gegn okkur Íslendingum. Vitaskuld var um að ræða stærsta íþróttaafrek í sögu okkar Íslendinga. Fyrir Englendinga var þetta hins vegar stærsta áfall í samanlagðri íþróttasögunni, í það minnsta ef eitthvað er að marka götupressuna þar í landi. Íslendingar voru því beinlínis valdir að öðrum kafla í Brexit ef svo mætti kalla. Óhætt er að segja að frá því að atkvæðagreiðslunni lauk hafi allt titrað í Bretlandi. Hlutabréf, sérstaklega í bönkunum, eru í frjálsu falli og sterlingspundið er í sögulegum lægðum. Fasteignaviðskipti hafa allt að því stöðvast og matsstofnanir hafa lækkað lánshæfiseinkunn breska ríkissjóðsins. Við þetta bætist svo að landið er allt að því stjórnlaust á pólitíska sviðinu. David Cameron tilkynnti um afsögn sína og allt logar stafnanna á milli hjá Verkamannaflokknum. Viðbrögð við sigri íslenska liðsins á því enska voru ekki síður ofsakennd. Hodgson landsliðseinvaldur tók samstundis pokann sinn. Fyrirsagnir blaðanna voru heldur engin skemmtilesning fyrir leikmenn enska liðsins. Eitt blaðanna gekk meira að segja svo langt að gefa öllum leikmönnum núll í einkunn. Getur verið að meira sé líkt með Brexit I og II en mann grunar við fyrstu sýn? Allir leikmenn enska liðsins spila í ensku úrvalsdeildinni. Einungis einn leikmanna talar erlent tungumál. Þeir eru með öðrum orðum heimalningar sem fá spikfeita launatékka nánast í vöggugjöf. Þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum. Í íslenska liðinu eru hins vegar menn sem þurft hafa að hleypa heimdraganum. Búa einir í framandi löndum og fóta sig í ólíkum menningarheimum. Það þarf kjark til að rífa sig upp með rótum. Er þetta ekki upplagt dæmi um að fólk og samfélög, svo ekki sé talað um samfélög eyjaskeggja, hafa ekki bara gott af því að kynnast öðru en eigin heimahögum, heldur er það beinlínis nauðsynlegt ef ætlunin er að ná árangri og skara fram úr. Íslensku leikmennirnir sönnuðu með öðrum orðum hvurslags vitleysa það er hjá Bretum að ætla sér að snúa baki við Evrópu.
Brexit Stjórnarmaðurinn Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira