Stebbi Hilmars slær á putta Gumma Ben Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 11:45 Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá frægð og þann frama sem Guðmundur Benediktsson, aka Gummi Ben., hefur öðlast með lýsingum sýnum á viðureignum íslenska karlalandsliðsins á EM. Hann lifir sig algerlega inní leikinn svo mjög að það hefur vakið heimsathygli, mörgum til mikillar ánægju.Sjá hér fjallað um lýsingu Gumma Ben á lokamínútum leiksins við England. En, þeir eru þó til sem telja Gumma Ben fara yfir strikið. Þannig ritar Stefán Hilmarsson færslu á Facebookvegg sinn þar sem hann slær á putta hetjunnar. Hann tengir við frétt The Guardian, þar sem einmitt er sagt af frammistöðu lýsandans æsta og segir: „Það er kannski óvinsælt að segja það, en mér finnst að hinn bráðsnjalli Gummi Ben mætti tempra sig örlítið, bara ca. 10-15%, það yrði skaðlítið.“Skortir verulega á háttvísinaOg Stefán heldur áfram og telur að það megi skrúfa eilítið niður í ofsafengnum lýsingum. Hann telur þennan æsing Íslendingum hreint ekki til sóma: „Eins e.t.v. að vanda orðavalið í mesta ofsanum, þótt það geti vissulega verið erfitt. Ég hjó eftir því þegar hann hreytti þessu í Englendingana í gær og fannst nokkuð hranalegt, á meðan þeir lágu beygðir og búnir í grasinu. Allt í lagi að æsa sig, en reyna þó að vera háttvís og halda yfirvegun. Einkum eftir að heimspressan er farin að pikka lýsingarnar upp.“ Stefán sá það fyrir að þessar ábendingar væru ekki líklegar til að falla í kramið þó ýmsir lýsi sig sammála því að það skorti nokkuð uppá tilhlýðilega háttvísi í lýsingum Gumma Ben. En, Logi Bergmann sjónvarpsmaður bendir á að það sé nú nákvæmlega þessi innlifun sem geri Gumma Ben að Gumma Ben.Stefán sjálfur rifbeinsbraut sig í fögnuðinumOg tæknistjóri Bylgjunnar, Þráinn Steinsson, kemur með snjallan hælkrók á poppstjörnuna þegar hann vitnar í eiginkonu Stefáns, fjölmiðlakonuna Önnu Björk Birgisdóttur: „Í alvöru??? Það verða nú fleiri æstir í hita leiksins, sbr þetta „Það er svo mikið bíó að fylgjast með Stebba horfa á leiki. Hann sprettur úr láréttri sófastöðu í það að klína nefinu á skjáinn (sem er ekki lítill), frussar allt út; VIÐ eigum þennan bolta dómari!!!!!!! BROT! BROT! BROT! DÓMARI!!!!!! Þess ber að geta að hann rifbeinsbrotnaði í fagnaðarlátunum yfir marki Birkis í fyrsta leiknum, hahaha. Getur ekki splað golf og þá er nú mikið sagt.“ Við þessum snjalla leik Þráins á Stefán fá svör.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira