Frakkar bjóðast til að hýsa Íslendinga á meðan EM stendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 13:46 „Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent