Verið er að sérmerkja búninga íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mun spila í hvítu á leiknum gegn Frökkum á sunnudaginn.
Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Errea á Íslandi, fer með landsliðstreyjurnar í handfarangri til Parísar síðar í vikunni og afhendir strákunum.
Rætt verður við Þorval í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 í kvöld, en hann segir söluna á búningunum hafa farið fram úr björtustu vonum.
Síðasta sólarhring hefurf hann fengið tugi fyrirspurna frá íþróttaverslunum um allan heim sem vilja íslenska landsliðsbúninginn.
Strákarnir okkar leika í hvítu gegn Frökkum
Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar