Tólfan verður á Frakklandsleiknum: „Þessi dagur hefur verið algjör sturlun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júní 2016 19:03 Tólfumenn hafa stutt við bakið á landsliðinu um nokkurt skeið. Neðri röð frá vinstri; Kristinn Bjarnason, Svanhvít Friðriksdóttir og Styrmir Gíslason. Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, verður á leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en skjótt skipast veður í lofti og nú hefur tuttugu og tveimur þeirra verið tryggð flugsæti til Parísar um helgina þar sem leikurinn fer fram, tíu verið tryggðir miðar á leikinn auk þess sem fjögur fyrirtæki hafa styrkt sveitina í beinhörðum peningum.„Þessi dagur hefur verið algjör sturlun, allt frá því að enginn væri að fara yfir í að allir væru að fara. Við erum hérna bara eitt stórt bros,“ segir Styrmir Gíslason, stofnandi sveitarinnar, en hann sat á stjórnarfundi Tólfunnar þegar Vísir náði af honum tali.Stemningin úr stúkunni skilar sér á völlinn 23 auglýsingastofa tók af skarið í dag og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í dag. Þá hefur 23 auglýsingastofa einnig tryggt þeim tíu sem þeir bjóða miða á leikinn sjálfan. „Það er bara frábært að hægt sé að taka höndum saman fyrir þessar hetjur,“ segir Kristinn Bjarnason, forsvarsmaður ferðar 23 auglýsingastofu. „Þetta eru nánast jafnmiklar hetjur og landsliðið okkar. Þeir segja það sjálfir, landsliðsmennirnir okkar, að ef ekki væri fyrir þennan meðbyr hefði þetta ekki gengið jafn vel.“ Kristinn segir að einingin í kringum Tólfuna hafi komið þeirri gríðarlegu stemningu af stað sem fylgir nú landsliðinu og hefur hrifið landsmenn alla með. „Þeir eru litríkir, glaðir, hressir og kraftmiklir einstaklingar. Þeir stóðu málaðir í stúkunni, trylltir að öskra strax í upphafi þegar stuðningur við liðið var almennt minni. Svo rífa þeir stúkuna með sér af stað og fá stemninguna niður á völl fyrir strákana beint í æð.“ Hann nefnir að það sé mikilvægt að hafa einhvern sem stjórnar herópunum og hvatningunni. Það hafi heldur betur skilað sér í síðasta leik þegar um þrjúþúsund Íslendingar mættu á völlinn gegn rúmlega þrjátíuþúsund Englendingum og voru Íslendingarnir mun kraftmeiri.WOW tók frá sæti fyrir Tólfumenn Kristinn segir að vel hafi gengið að selja flugmiða í vélina sem 23 auglýsingastofa tók á leigu en hún er 180 manna. Hann heldur að mun fleiri Íslendingar verði á vellinum en gefið hefur verið út. Í upphafi var talað um að tvö þúsund Íslendingar yrðu á vellinum en síðan steig KSÍ fram og talaði um sex þúsund miðar væru til viðbótar fyrir Íslendinga. „Það eru bara forréttindi að vera uppi á tímum sem þessum. Hver einasti maður á landinu er að fylgjast með þessu. Fólk sem hefur kannski fyrirlitið fótbolta í gegnum tíðina og mestu antisportistar klakans eru komnir í treyju og málaðir í andlitinu.“Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.Vísir/WOWSvanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að þegar ákveðið var að bæta inn flugi til Parísar hafi verið tekin frá sæti fyrir tólf Tólfumenn. „Vélin heim á mánudeginum seldist upp strax en við tókum frá tólf sæti fyrir Tólfuna áður en þetta fór í sölu. Við sáum að þeir gátu ekki farið án þess að fá hjálp og þeir eru í raun partur af liðinu. Okkur fannst bara alveg nauðsynlegt að Tólfan gæti mætt og stutt landsliðið,“ segir Svanhvít. Hún segir að fjórtánhundruð manns séu á leið út til Parísar með WOW um helgina og þá séu fjölmargir á leið til borga í grennd við Frakkland sem hyggjast ferðast sjálfir til Parísar. Tólfumenn hafa ekki aðeins verið styrktir um flugsæti og miða á leikinn heldur hafa fjögur fyrirtæki styrkt sveitina í beinhörðum peningum.Styrkir borga gistinguna „Þetta er ekkert svakalega ódýrt, að fylgja þessu landsliði,“ segir Styrmir. „Í rauninni vorum við allir alveg búnir að vera. Þessi vinnuhópur sem sér um skipulagningu og svona hafði verið í Frakklandi frá 11. júní,“ útskýrir hann. „Það er gott að það séu að detta inn styrkir, við þurfum nefnilega að redda okkur gistingu og það kemur með styrkjunum.“ Fyrirtækin sem styrkt hafa Tólfuna nú þegar eru Kexverksmiðjan Frón, bókaútgáfan Útkall, Íslenski barinn og fyrirtækið Kemi. Aðeins fimm manns hafi leyfi til þess að fara inn í stúkuna með trommur og fána en leyfið var fengið eftir strangt öryggismat á persónum þessara fimm. „Með trommunum stjórnum við svo mikið stemningunni en svo þurfum við fleiri en trommmuleikarann til þess að dreifa sér um stúkuna og halda uppi stemningunni. En það er reyndar magnað og ég get ekki sagt það nógu oft að ég er heillaður af öllum íslensku stuðningsmönnunum sem hafa verið þarna úti. Þeir hafa ekkert gefið eftir og verið algjörlega frábærir. Láta Tólfuna líta vel út, fólk er alveg grátandi bara í stúkunni,“ segir Styrmir og hlær. EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04 Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tólfan, stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta, verður á leik liðsins gegn Frökkum á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudaginn. Í morgun leit út fyrir að enginn Tólfumanna yrði á leiknum en skjótt skipast veður í lofti og nú hefur tuttugu og tveimur þeirra verið tryggð flugsæti til Parísar um helgina þar sem leikurinn fer fram, tíu verið tryggðir miðar á leikinn auk þess sem fjögur fyrirtæki hafa styrkt sveitina í beinhörðum peningum.„Þessi dagur hefur verið algjör sturlun, allt frá því að enginn væri að fara yfir í að allir væru að fara. Við erum hérna bara eitt stórt bros,“ segir Styrmir Gíslason, stofnandi sveitarinnar, en hann sat á stjórnarfundi Tólfunnar þegar Vísir náði af honum tali.Stemningin úr stúkunni skilar sér á völlinn 23 auglýsingastofa tók af skarið í dag og lagði til tíu flugsæti í sérstakri flugvél sem leigð var til þess að ferja landsmenn á leikinn og flugfélagið WOW air fylgdi í kjölfarið og bauð tólf sæti í vél sem var bætt við í dag. Þá hefur 23 auglýsingastofa einnig tryggt þeim tíu sem þeir bjóða miða á leikinn sjálfan. „Það er bara frábært að hægt sé að taka höndum saman fyrir þessar hetjur,“ segir Kristinn Bjarnason, forsvarsmaður ferðar 23 auglýsingastofu. „Þetta eru nánast jafnmiklar hetjur og landsliðið okkar. Þeir segja það sjálfir, landsliðsmennirnir okkar, að ef ekki væri fyrir þennan meðbyr hefði þetta ekki gengið jafn vel.“ Kristinn segir að einingin í kringum Tólfuna hafi komið þeirri gríðarlegu stemningu af stað sem fylgir nú landsliðinu og hefur hrifið landsmenn alla með. „Þeir eru litríkir, glaðir, hressir og kraftmiklir einstaklingar. Þeir stóðu málaðir í stúkunni, trylltir að öskra strax í upphafi þegar stuðningur við liðið var almennt minni. Svo rífa þeir stúkuna með sér af stað og fá stemninguna niður á völl fyrir strákana beint í æð.“ Hann nefnir að það sé mikilvægt að hafa einhvern sem stjórnar herópunum og hvatningunni. Það hafi heldur betur skilað sér í síðasta leik þegar um þrjúþúsund Íslendingar mættu á völlinn gegn rúmlega þrjátíuþúsund Englendingum og voru Íslendingarnir mun kraftmeiri.WOW tók frá sæti fyrir Tólfumenn Kristinn segir að vel hafi gengið að selja flugmiða í vélina sem 23 auglýsingastofa tók á leigu en hún er 180 manna. Hann heldur að mun fleiri Íslendingar verði á vellinum en gefið hefur verið út. Í upphafi var talað um að tvö þúsund Íslendingar yrðu á vellinum en síðan steig KSÍ fram og talaði um sex þúsund miðar væru til viðbótar fyrir Íslendinga. „Það eru bara forréttindi að vera uppi á tímum sem þessum. Hver einasti maður á landinu er að fylgjast með þessu. Fólk sem hefur kannski fyrirlitið fótbolta í gegnum tíðina og mestu antisportistar klakans eru komnir í treyju og málaðir í andlitinu.“Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW.Vísir/WOWSvanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að þegar ákveðið var að bæta inn flugi til Parísar hafi verið tekin frá sæti fyrir tólf Tólfumenn. „Vélin heim á mánudeginum seldist upp strax en við tókum frá tólf sæti fyrir Tólfuna áður en þetta fór í sölu. Við sáum að þeir gátu ekki farið án þess að fá hjálp og þeir eru í raun partur af liðinu. Okkur fannst bara alveg nauðsynlegt að Tólfan gæti mætt og stutt landsliðið,“ segir Svanhvít. Hún segir að fjórtánhundruð manns séu á leið út til Parísar með WOW um helgina og þá séu fjölmargir á leið til borga í grennd við Frakkland sem hyggjast ferðast sjálfir til Parísar. Tólfumenn hafa ekki aðeins verið styrktir um flugsæti og miða á leikinn heldur hafa fjögur fyrirtæki styrkt sveitina í beinhörðum peningum.Styrkir borga gistinguna „Þetta er ekkert svakalega ódýrt, að fylgja þessu landsliði,“ segir Styrmir. „Í rauninni vorum við allir alveg búnir að vera. Þessi vinnuhópur sem sér um skipulagningu og svona hafði verið í Frakklandi frá 11. júní,“ útskýrir hann. „Það er gott að það séu að detta inn styrkir, við þurfum nefnilega að redda okkur gistingu og það kemur með styrkjunum.“ Fyrirtækin sem styrkt hafa Tólfuna nú þegar eru Kexverksmiðjan Frón, bókaútgáfan Útkall, Íslenski barinn og fyrirtækið Kemi. Aðeins fimm manns hafi leyfi til þess að fara inn í stúkuna með trommur og fána en leyfið var fengið eftir strangt öryggismat á persónum þessara fimm. „Með trommunum stjórnum við svo mikið stemningunni en svo þurfum við fleiri en trommmuleikarann til þess að dreifa sér um stúkuna og halda uppi stemningunni. En það er reyndar magnað og ég get ekki sagt það nógu oft að ég er heillaður af öllum íslensku stuðningsmönnunum sem hafa verið þarna úti. Þeir hafa ekkert gefið eftir og verið algjörlega frábærir. Láta Tólfuna líta vel út, fólk er alveg grátandi bara í stúkunni,“ segir Styrmir og hlær.
EM 2016 í Frakklandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04 Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45 Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
KSÍ býður Tólfunni til Nice KSÍ mun borga fyrir flug, gistingu og miða tíu meðlima Tólfunnar á leikinn gegn Englandi á mánudag. 25. júní 2016 17:04
Aðeins stjórnarmenn í Tólfunni mega koma með fána og trommur á völlinn Það má búast við því að margir meðlimir Tólfunnar muni berjast um boðsmiða frá KSÍ um að koma á leikinn gegn Englandi í Nice. 24. júní 2016 13:45
Peningurinn uppurinn hjá Tólfunni sem snýr heim á morgun Útiloka þó ekki að snúa aftur og treysta á að hlutirnir reddist. 23. júní 2016 12:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent