
Framfaraframbjóðandinn
Stjórnmálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Frá árinu 1990 þegar Kyoto-samningurinn var innleiddur hafa margar lausnir í orkumálum þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Allt of margir eru tuðandi um eitthvert meint vesen og að tapa sér í kostnaði við innleiðingu nýrra tíma. Hvar er drifkrafturinn sem var yfir og allt um kring og skilaði okkur orkuskiptum í húshitun á sínum tíma? Þó að við höfum umhverfisvænstu og ódýrustu húshitun í heimi í dag þá var innleiðing þeirra orkuskipta langt í frá ókeypis og vandræðalaus. Hvar værum við stödd í dag ef úrtöluraddir fyrri tíma hefðu hamlað hitaveituvæðingu Íslands?
Orkuskipti í samgöngum eru ekkert ósvipuð, þ.e. kalla á þó nokkurn stofnkostnað í formi ívilnana og innviða en eftirsóknarverður ávinningur fæst til lengri tíma. Flokka ætti þessi orkuskipti sem hreint og beint framfaramál þar sem það er ekkert í boði að bakka. Ákvarðanir ættu ekki að snúast um hvort heldur einungis hversu fast við sláum í klárinn.
Það má kannski líkja þessu við innleiðingu og notkun bílbelta sem þýddi, á sínum tíma, í raun meiri kostnað og vesen. Hvað var málið með þau? Bílar urðu dýrari fyrir vikið og svo er ekki hægt að bruna af stað fyrr en við höfum eytt dýrmætum sekúndum í að troða yfir okkur einhverjum beltisræfli. Viljum við bakka með þessar reglur í dag til að lækka kostnað, minnka forræðishyggju og vesen?
Eða eigum við kannski að taka upp íblöndun á blýi í bensín aftur? Blýið bætir nefnilega orkunýtingu eldsneytisins og gerir það miklu stöðugra en skemmir reyndar líka miðtaugakerfi manna og dýra auk þess að valda nýrnaskaða og blóðleysi, en er það svo rosalegt miðað við ávinninginn fyrir bílinn?
Viðsnúningur engum til góðs
Nú heyrast t.d. raddir um að hætta ætti íblöndun á umhverfisvænu eldsneyti í dísil og bensín. Rökin eru að það sé dýrara og ákveðnar efasemdir um umhverfisvænleika. Reglugerðin krefst nú reyndar vottunar um sjálfbæra framleiðslu alls endurnýjanlegs eldsneytis til íblöndunar. Hver er svo lausn slíkra úrtölumanna? Jú, að endurnýjanlegu eldsneyti verði skipt út fyrir gömlu góðu óendurnýjanlegu olíuna, kannski til að tryggja að hún klárist enn fyrr. Raforka, metan, lífdísill, metanól og vetni eru allt tilbúnar lausnir á markaði og meira að segja framleitt hér á landi.
Uppbyggileg gagnrýni er mikilvægt aðhald til að stilla af framfarir en viðsnúningur og afturför eru engum til góðs. Nú styttist í kosningar og ýmsir farnir að máta sig við formannssæti flokka og væntanleg þingsæti. Kæru frambjóðendur til næstu kosninga, það er ykkar að stilla framfaravélina og tryggja að umhverfisvænar lausnir verði hagstæðasti kosturinn fyrir okkur neytendur hvort sem þið beitið skattalækkunum eða hækkunum til ná þeim markmiðum. Hitaveituvæðing, blýlaust bensín og beltaskylda eru dæmi um framfarir sem kostuðu bæði fé og fyrirhöfn en raungerðust sem betur fer þrátt fyrir það. Orkuskipti í samgöngum eru af sama meiði og nú er mikilvægt að sýna ívilnanaþolinmæði til að auka innleiðingarhraðann.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar