Gæti orðið erfið nótt fyrir ensku landsliðsmennina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 09:30 Fá ensku leikmennirnir lítinn svefn fyrir fyrsta leik? Vísir/Getty og EPA Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er á leiðinni til Marseille í dag þar sem liðið spilar sinn fyrsta leik á EM á móti Rússum á morgun. Enski hópurinn hefur haft það huggulegt að undanförnu í smábænum Chantilly sem er rétt norður af París. Liðið ferðast hinsvegar suður til Marseille þar sem leikurinn fer fram á morgun. Ensku leikmennirnir eru að fara úr rólegheitunum í Chantilly inn í mitt partý í Marseille-borg. Guardian hefur áhyggjur að því að það stefni í andvökunótt hjá enska landsliðinu fyrir Rússlandsleikinn. Hótel enska liðsins í Marseille er nefnilega rétt við stuðningsmannasvæðið í Marseille þar sem að búist er við því að allt að 80 þúsund manns skemmti sér og haldi uppi stuðinu langt fram efir aðfararnótt laugardagsins. Enska landsliðið lenti einnig í þessu á HM í Brasilíu 2014 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson var þá vakandi og lét færa liðið á annað hótel. Nú er ólíklegt að hægt verði að færa enska liðið á annað hótel með svona stuttum fyrirvara. Englendingar þurfa ekkert að kvarta yfir þessu fjögurra stjörnu hótel, Golden Tulip Villa Massalia, en það er staðsetningin sem gæti haft miklar afleiðingar fyrir leikmenn liðsins sem gætu mætt illa sofnir til leiksins á móti Rússum daginn eftir. Samkvæmt reglum UEFA eiga stuðningsmannasvæðin að loka á miðnætti en það eru undantekningar á föstudagskvöldum. Vinni Frakkar fyrsta leikinn sinn fyrr um kvöldið er hætt við því að glaðir Frakkar vilji halda upp á sigurinn eitthvað fram eftir kvöldi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira