Gengur Keegan-kenningin upp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 12:00 Vísir/Getty Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00
Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti