Gareth Bale kom Wales yfir með marki úr aukaspyrnu á tíundu mínútu, en Matus Kozacik í marki Slóvakíu átti að gera miklu betur.
Staðan var 1-0, Wales í vil, í hálfleik, en á 61. mínútu jafnaði varamaðurinn Ondrej Duda með sinni fyrstu snertingu. Hann kom inná sem varamaður mínútu áður.
Það var svo annar varamaður, Hal Robson-Kanu, sem skoraði sigurmark leiksins, en hann gerði það fyrir Wales níu mínútum fyrir leikslok eftir sendingu Aaron Ramsey.
Hal Robson spilaði með Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni íslenska landsliðsins, hjá Reading, en þeir voru samherjar 2008-2010.
Slóvakar fengu tækifæri til þess að jafna, en Adam Nemec skaut í stöngina fjórum mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Wales því með sigur í sínum fyrsta leik á stórmóti.
Liðin eru með Englandi og Rússlandi í riðli, en þau mætast klukkan 19.00.
Bale 1-0:Ben Davies bjargar stórkostlega. #WAL vs #SVK er hafinn á SíminnSport! #EMÍSLAND pic.twitter.com/1qM9MBjLZO
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
1-1:Gareth Bale! Beint úr aukaspyrnu. 1-0 fyrir #WAL#EMÍSLAND pic.twitter.com/wAgv0qKcKQ
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
Sigurmark Kanu:1-1! Ondrej Duda jafnar í sinni fyrstu snertingu fyrir #SVK gegn #WAL#EMÍSLAND pic.twitter.com/NIJ9WuT9OT
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
MARK!
— Síminn (@siminn) June 11, 2016
Aaron Ramsey kemur boltanum einhvern veginn á Robson-Kanu sem skorar. 2-1#WAL #SVK #EMÍSLAND pic.twitter.com/MoR2RKz3i9