Nýtt textamyndband frá OMAM: Hrímaður Ólafur Darri túlkar Winter Sounds
Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Darri er jafnvel kuldalegri í þessu textamyndbandi Of Monsters and Men en í hlutverki Andra í Ófærð.
Hljómsveitin Of Monstersand Men hefur sent frá sér nýtt textamyndband og í þetta skiptið er það enginn annar en leikarinn Ólafur Darri sem túlkar lagið WinterSound með miklum tilþrifum. Er leikarinn hrímaður í myndbandinu og jafnvel kuldalegri en þegar hann lék lögreglustjórann Andra í þáttunum Ófærð.
Hljómsveitin hefur farið þessa skemmtilegu leið með lögin af nýjustu plötu sinni Beneaththe Skin sem kom út í fyrra. Á meðal þeirra sem hafa túlkað lög þeirra í textamyndböndum eru Sigurður Sigurjónsson, Ingvar E. Sigurðsson, NatalieG. Gunnarsdóttir, tvíburarnir Erna og Hrefna og Guðrún Gísladóttir.
Íslenska ofurhljómsveitin Of Monsters and Men var rétt í þessu að gefa út nýtt textamyndband við lagið Wolves Without Teeth af plötunni Beneath the Skin, sem kom út 8. júní í sumar.
"Ótrúlega flott lag hjá þessum meisturum. Ég og Nikita fengum þann heiður að vera beðin um að dansa í nýjasta myndbandinu þeirra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún fer á kostum í nýju myndbandi hljómsveitarinnar Of Monsters and Men ásamt eiginmanni sínum Nikita Bazev.