Íslenska treyjan næstflottust Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 17:00 Alfreð Finnbogason í Errea-treyjunni sem strákarnir okkar verða í á EM. vísir/eyþór Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Íslenska landsliðstreyjan sem strákarnir okkar spila í á Evrópumótinu í fótbolta er sú fjórtánda flottasta á mótinu samkvæmt lesendum Sky Sports en kosning var sett inn á heimasíðu breska íþróttafréttarisans í dag. Hún er næstflottust af liðunum fjórum í F-riðli Evrópumótsins. Errea-treyjan, sem tryggir KSÍ tugi milljóna í tekjur, var frekar umdeild þegar hún var kynnt á Íslandi í byrjun mars. Þjóðin missti sig á Twitter og tískurisinn Guðmundur Jörundsson sagði treyjuna svo ljóta að hún væri mannréttindabrot. Sala á treyjunni hefur engu að síður gengið vel og má segja að fólk sé að taka hana meira og meira í sátt. Strákarnir nota bláu heimatreyjuna væntanlega gegn Ungverjalandi í öðrum leik liðsins 18. júní. Aftur á móti má áætla að þeir verði í hvítu útivallartreyjunni gegn Portúgal í fyrsta leiknum 14. júní. Íslenska treyjan er, þegar þetta er skrifað, í fjórtánda sæti í heildarkosningunni með 31 þúsund jákvæð viðbrögð en 61 þúsund neikvæð viðbrögð. Það er þó ekkert til að hafa áhyggjur af því aðeins fjórar treyjur á mótinu fá fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð. Franski búningurinni ber af í kosningunni en hann fær 91 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 22 þúsund neikvæðum. Króatía og Tyrkland koma næst á eftir Frökkunum. Portúgal er með langflottasta búninginn í F-riðli en hann er sá fjórði og síðasti sem fær fleiri jákvæð viðbrögð en neikvæð (58 þúsund á móti 45 þúsundum). Ísland er með næst flottasta búninginn í F-riðli en Austurríkismenn eru í fimmtánda sæti, einu sæti á eftir Íslandi, með 26 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 62 þúsund neikvæðum. Ungverjar eru í 19. sæti af 24 en treyjan þeirra fær 20 þúsund jákvæð viðbrögð á móti 63 þúsund neikvæðum.Hér má sjá allan listann og hjálpa strákunum okkar eða treyjunni okkar að komast ofar.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30 Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30 Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50 Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40 Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00 Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Sjá meira
Heimir ekki eini þjálfarinn á EM sem á afmæli í dag Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska landsliðsins, heldur upp á 49 ára afmæli sitt í dag. 10. júní 2016 13:30
Sjö söguleg skref strákanna okkar inn á EM Aðeins þrjár þjóðir voru á undan Íslendingum að tryggja sér farseðilinn á EM og ein þeirra var gestgjafar Frakka. 6. september 2015 verður alltaf risastór dagur í sögu íslenska fótboltans. 10. júní 2016 16:30
Hér æfa strákarnir okkar í Annecy | Myndir Fínar aðstæður á litlum æfingavelli fyrir íslenska landsliðið í Annecy. 10. júní 2016 08:50
Afi hans var stjóri Swansea og strákurinn vildi endilega hitta Gylfa Frábær stemning var á opnu æfingunni hjá íslenska fótboltalandsliðinu í Annecy í dag og íslensku strákarnir hittu unga stuðningsmenn liðsins eftir hana og gáfu eiginhandaráritanir. 10. júní 2016 14:40
Afslöppuð stemning á æfingu landsliðsins | Myndir Strákarnir tóku því rólega í blíðunni á opinni æfingu í Annecy í morgun. 10. júní 2016 13:00
Fáið EM beint í æð á Snapchat Fulltrúar 365 miðla eru komnir til Frakklands og er hægt að fylgjast með þeim á samfélagsmiðlum. 10. júní 2016 08:36