Mikill uppgangur í pönkinu Viktoría Hermannsdóttir skrifar 11. júní 2016 11:30 Hér má sjá nokkra meðlimi úr sveitunum sem spila í Lucky Records í dag. Fréttablaðiði/Eyþór "Pönksenan er mjög virk núna og mikið að gerast,“ segir Júlía Aradóttir sem stendur fyrir tónleikum í Lucky Records í kvöld ásamt Þóri, eiginmanni sínum. Fram koma pönksveitirnar Dauðyflin, Roht, Kvöl og Antimony. „Ég er ásamt nokkrum öðrum í hóp sem við köllum Paradísarborgarplötur eða Pbp. Við erum dugleg að halda tónleika, spila í hljómsveitum og gefa út plötur.“ Júlía segir mikinn uppgang vera í pönksenunni um þessar mundir og mikið af konum sé í pönkinu. „Pönksenan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár en þetta er stórt núna. Það eru margir virkir og flottir einstaklingar að halda utan um þetta. Það eru margir að halda tónleika og gera ýmislegt. Það er líka skemmtilegt að á þessum tónleikum sem við erum með í kvöld þá koma fram fimm konur og fjórir karlar. Það er mikið af konum í pönkinu. Örugglega meira en í mörgum öðrum tónlistarsenum.“ Júlía segir að Lucky Records sé í miklu uppáhaldi sem tónleikastaður. „Okkur finnst frábært að spila þarna. Það eru ekki margir staðir þar sem allir aldurshópar geta komið og það er aðgengi fyrir alla. Það skiptir okkur miklu máli.“ Þetta eru ekki einu tónleikarnir í Lucky Records í dag því hljómsveitin Sveimur heldur tónleika þar klukkan 16. Pönktónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis á báða tónleikana. Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Pönksenan er mjög virk núna og mikið að gerast,“ segir Júlía Aradóttir sem stendur fyrir tónleikum í Lucky Records í kvöld ásamt Þóri, eiginmanni sínum. Fram koma pönksveitirnar Dauðyflin, Roht, Kvöl og Antimony. „Ég er ásamt nokkrum öðrum í hóp sem við köllum Paradísarborgarplötur eða Pbp. Við erum dugleg að halda tónleika, spila í hljómsveitum og gefa út plötur.“ Júlía segir mikinn uppgang vera í pönksenunni um þessar mundir og mikið af konum sé í pönkinu. „Pönksenan hefur gengið í gegnum ýmislegt undanfarin ár en þetta er stórt núna. Það eru margir virkir og flottir einstaklingar að halda utan um þetta. Það eru margir að halda tónleika og gera ýmislegt. Það er líka skemmtilegt að á þessum tónleikum sem við erum með í kvöld þá koma fram fimm konur og fjórir karlar. Það er mikið af konum í pönkinu. Örugglega meira en í mörgum öðrum tónlistarsenum.“ Júlía segir að Lucky Records sé í miklu uppáhaldi sem tónleikastaður. „Okkur finnst frábært að spila þarna. Það eru ekki margir staðir þar sem allir aldurshópar geta komið og það er aðgengi fyrir alla. Það skiptir okkur miklu máli.“ Þetta eru ekki einu tónleikarnir í Lucky Records í dag því hljómsveitin Sveimur heldur tónleika þar klukkan 16. Pönktónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis á báða tónleikana.
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira